Innlent

Ó­vissu­stigi vegna jarð­skjálfta í Mýr­dals­jökli af­lýst

Máni Snær Þorláksson skrifar
Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli hefur verið aflýst.
Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli hefur verið aflýst. VÍSIR/HARALDUR GUÐJÓNSSON

Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli hefur verið aflýst. Síðastliðinn fimmtudag hófst kröftug jarðskjálftahrina á svæðinu og fór fólk þá að velta því fyrir sér hvort Katla væri byrjuð að rumska. Hrinan gekk þó hratt yfir og var að mestu yfirstaðin síðar sama dag.

Jarðskjálftahrinan hófst í Mýrdalsjökli á tíunda tímanum á fimmtudaginn. Fluglitakóði fyrir Kötlu var í kjölfarið settur á gult en slíkt er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand.

Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kemur fram að engin frekari virkni hafi þó mælst um helgina sem bendi til þess að það dragi frekar til tíðinda. Lögreglan á Suðurlandi lokaði veginum inn að Kötlujökli sama dag og óvissustiginu var lýst yfir en opnaði veginn aftur daginn eftir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×