Leikskólastarfsmaður dæmdur fyrir að taka börn hálstaki og klóra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 21:12 Börn í leikskólanum voru hætt að vilja mæta. Kona sem starfaði á Sólborg, leikskóla Hjallastefnunnar í Sandgerði, hefur verið dæmd fyrir að hafa beitt börn á aldrinum átján mánaða til þriggja ára ofbeldi. Var hún meðal annars ákærð fyrir að beita börn andlegum og líkamlegum refsingum. RÚV greinir frá. „Við fyllumst auðvitað bara óþægindatilfinningu. Það er auðvitað bara skelfilegt að horfast í augu við að þetta hafi gerst, en í þessu tilfelli var brugðist við eins og við teljum að hafi verið rétt,“ segir Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar í samtali við RÚV. Samkvæmt frétt miðilsins var konan ákærð fyrir brot gegn sjö börnum. Er hún meðal annars sögð hafa móðgað þau og sært, tekið um háls þeirra og úlnliði, klórað þau og klipið, og talað þannig til þeirra að þau óttuðust hana. Konan starfaði á leikskólanum frá 2020 til 2021. „Þessi grátur sem ég heyrði var skelfilegur. [...] Hann segir með ekkasogum: „Hún meiddi mig, hún meiddi mig“ og bendir á hálsinn sinn. Og þá sjáum við augljós rauð handaför,“ segir í lýsingu samstarfsmanns konunnar á atvikinu sem varð til þess að konan var tilkynnt til lögreglu. Að sögn foreldra og starfsmanna voru börn í leikskólanum farin að neita að vilja mæta í skólann og þá er hegðun þeirra sögð hafa breyst. Einn starfsmanna sagði börnin gráta „skelfingargráti“. Konan var dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka eitt barn hálstaki og klóra annað barn í andlitið. Hún neitaði sök fyrir dómi. Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Suðurnesjabær Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
RÚV greinir frá. „Við fyllumst auðvitað bara óþægindatilfinningu. Það er auðvitað bara skelfilegt að horfast í augu við að þetta hafi gerst, en í þessu tilfelli var brugðist við eins og við teljum að hafi verið rétt,“ segir Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar í samtali við RÚV. Samkvæmt frétt miðilsins var konan ákærð fyrir brot gegn sjö börnum. Er hún meðal annars sögð hafa móðgað þau og sært, tekið um háls þeirra og úlnliði, klórað þau og klipið, og talað þannig til þeirra að þau óttuðust hana. Konan starfaði á leikskólanum frá 2020 til 2021. „Þessi grátur sem ég heyrði var skelfilegur. [...] Hann segir með ekkasogum: „Hún meiddi mig, hún meiddi mig“ og bendir á hálsinn sinn. Og þá sjáum við augljós rauð handaför,“ segir í lýsingu samstarfsmanns konunnar á atvikinu sem varð til þess að konan var tilkynnt til lögreglu. Að sögn foreldra og starfsmanna voru börn í leikskólanum farin að neita að vilja mæta í skólann og þá er hegðun þeirra sögð hafa breyst. Einn starfsmanna sagði börnin gráta „skelfingargráti“. Konan var dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka eitt barn hálstaki og klóra annað barn í andlitið. Hún neitaði sök fyrir dómi.
Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Suðurnesjabær Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira