Leggur til nýtt úrræði fyrir alvarlega veika fanga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. maí 2023 18:30 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu. Í Kompás var fjallað um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem fá ekki viðeigandi aðstoð í fangelsi og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Sérfræðingar hafa kallað eftir sértæku úrræði fyrir þennan hóp þar sem þeir fái lögbundna heilbrigðisþjónustu en hafa hingað til talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Hefur boðað minnisblað með tillögum í ríkisstjórn Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum leggja fyrir ríkisstjórnina minnisblað með tillögum að úrræði fyrir þennan hóp. Hann leggur til sameiginlegt verkefni dómsmála- heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis sem snýr að uppbyggingu á vistunarúrræði fyrir þá fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda, þar sem þeir eru taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum. „Við erum tilbúin til að leggja þau lóð á vogarskálarnar og fara í úrræði sem getur þá nýst öllum aðilum. Við getum þá verið með þessa fanga og þá sem þurfa á öryggisvistun að halda, sem eru þá á vettvangi félagsmálayfirvalda, á einum og sama staðnum. Það er mikill ávinningur augljóslega af því í mínum augum að geta samnýtt þannig starfsfólk og þjónustu í kringum þá sem eru þarna veikastir og þurfa á mestri aðstoð að halda,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og bætir við að úrræðið þurfi að byggja upp á tiltölulega skömmum tíma. Samþætting sem henti öllum Í dag eru þeir sem þurfa á öryggisvistun að halda vistaðir hér og þar á landinu með tilheyrandi kostnaði og segir Jón því einnig mikinn fjárhagslegan ávinning af því að samnýta heilbrigðisstarfsfólk og fangaverði fyrir þessa hópa á einum stað. Dómsmálaráðuneytið sæi þannig um öryggisþáttinn, heilbrigðisráðuneytið kæmi að heilbrigðisþjónustunni og félagsmálaráðuneytið að málum þeirra borgara sem eru öryggisvistaðir. „Ég get séð fyrir mér ákveðna samþættingu sem hentar öllum aðilum og það gefur augaleið að sameina þannig þessa hópa mun einfalda allt ferlið, það verður líka miklu hagkvæmara í stað þess að hafa þetta fólk einstaklingsbundið í vistunarúrræðum víða um land.“ Áfram þurfi að efla heilbrigðisþjónustu í fangelsum Hann segir þörf á að byggja upp aðstöðu í grennd við Keflavíkurflugvöll til að mæta þeim mikla fjölda fólks sem sætir gæsluvarðhaldi á hverjum tíma vegna gruns um smygl á fíkniefnum til landsins og sér fyrir sér að hægt væri að byggja aðstöðu fyrir þennan veika hóp samhliða þeirri uppbyggingu. Þrátt fyrir að hann vilji ráðast í nýtt úrræði fyrir alvarlega veikt fólk segir hann mikilvægt að efla til muna heilbrigðisþjónustu í fangelsum. „Það er alveg ljóst að við þurfum líka í þessu bataferli að horfa til úrræði til að bæta enn frekar aðstöðu og læknismeðferð á því fólki sem ekki fer inn í þau úrræði sem við erum að tala um, heldur er áfram í fangelsum en þarf á aðstoð að halda til að geta komist aftur heilbrigðara út í samfélagið.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. 3. maí 2023 12:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Í Kompás var fjallað um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem fá ekki viðeigandi aðstoð í fangelsi og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Sérfræðingar hafa kallað eftir sértæku úrræði fyrir þennan hóp þar sem þeir fái lögbundna heilbrigðisþjónustu en hafa hingað til talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Hefur boðað minnisblað með tillögum í ríkisstjórn Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum leggja fyrir ríkisstjórnina minnisblað með tillögum að úrræði fyrir þennan hóp. Hann leggur til sameiginlegt verkefni dómsmála- heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis sem snýr að uppbyggingu á vistunarúrræði fyrir þá fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda, þar sem þeir eru taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum. „Við erum tilbúin til að leggja þau lóð á vogarskálarnar og fara í úrræði sem getur þá nýst öllum aðilum. Við getum þá verið með þessa fanga og þá sem þurfa á öryggisvistun að halda, sem eru þá á vettvangi félagsmálayfirvalda, á einum og sama staðnum. Það er mikill ávinningur augljóslega af því í mínum augum að geta samnýtt þannig starfsfólk og þjónustu í kringum þá sem eru þarna veikastir og þurfa á mestri aðstoð að halda,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og bætir við að úrræðið þurfi að byggja upp á tiltölulega skömmum tíma. Samþætting sem henti öllum Í dag eru þeir sem þurfa á öryggisvistun að halda vistaðir hér og þar á landinu með tilheyrandi kostnaði og segir Jón því einnig mikinn fjárhagslegan ávinning af því að samnýta heilbrigðisstarfsfólk og fangaverði fyrir þessa hópa á einum stað. Dómsmálaráðuneytið sæi þannig um öryggisþáttinn, heilbrigðisráðuneytið kæmi að heilbrigðisþjónustunni og félagsmálaráðuneytið að málum þeirra borgara sem eru öryggisvistaðir. „Ég get séð fyrir mér ákveðna samþættingu sem hentar öllum aðilum og það gefur augaleið að sameina þannig þessa hópa mun einfalda allt ferlið, það verður líka miklu hagkvæmara í stað þess að hafa þetta fólk einstaklingsbundið í vistunarúrræðum víða um land.“ Áfram þurfi að efla heilbrigðisþjónustu í fangelsum Hann segir þörf á að byggja upp aðstöðu í grennd við Keflavíkurflugvöll til að mæta þeim mikla fjölda fólks sem sætir gæsluvarðhaldi á hverjum tíma vegna gruns um smygl á fíkniefnum til landsins og sér fyrir sér að hægt væri að byggja aðstöðu fyrir þennan veika hóp samhliða þeirri uppbyggingu. Þrátt fyrir að hann vilji ráðast í nýtt úrræði fyrir alvarlega veikt fólk segir hann mikilvægt að efla til muna heilbrigðisþjónustu í fangelsum. „Það er alveg ljóst að við þurfum líka í þessu bataferli að horfa til úrræði til að bæta enn frekar aðstöðu og læknismeðferð á því fólki sem ekki fer inn í þau úrræði sem við erum að tala um, heldur er áfram í fangelsum en þarf á aðstoð að halda til að geta komist aftur heilbrigðara út í samfélagið.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. 3. maí 2023 12:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18
„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20
Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. 3. maí 2023 12:30
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent