Lífið

Prufur í Idol eru hafnar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Nú er lag til þess að láta drauminn loksins rætast. 
Nú er lag til þess að láta drauminn loksins rætast.  stöð 2

Prufur vegna Idol eru hafnar og fara þær næstu fram í Reykjavík um helgina, sunnudaginn 7. maí. Enn er tími til að skrá sig og verða prufur haldnar um land allt í maí.

Eins og alþjóð veit var Saga Matthildur krýnd Idol-stjarna Íslands þann 10. febrúar síðastliðinn eftir heljarinnar ferðalag. Nú styttist í næstu veislu og prufur alveg að hefjast.

Eins og undanfarin ár þurfa keppendur að vera á aldrinum 16 til 30 ára. Framleiðendur Idol hvetja alla áhugasama til þess að ríða á vaðið og láta drauminn rætast. Prufur hófust á Akranesi í gær og var bullandi stemning á svæðinu og vel mætt.

„Við erum sannfærð um að það leynist enn fleiri stjörnur þarna úti og hlökkum til að taka á móti umsóknum í nýja þáttaröð af Idol,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, yfirframleiðandi Idol-stjörnuleitar.

Hægt er að skrá sig í prufur hér.

Prufur fyrir Idol:

7. Maí

Reykjavík

Prufur frá 13-15

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

9. maí

Keflavík

Prufur frá 17-19

Staðsetning: Rokksafnið

10. maí

Selfoss

 Prufur frá 17-19

Staðsetning: Bankinn vinnustofa

19. Maí

Höfn

Prufur frá kl 17-19

Staðsetning: Sindrabær

20. Maí

Egilsstaðir

Prufur frá kl 13-14

Staðsetning: Egilsstaðaskóli

20.maí

Húsavík

Prufur frá kl 17:30-19:00

Staðsetning: Fosshótel Húsavík

21. maí

Akureyri

Prufur frá kl 12-15

Staðsetning: Hof


Tengdar fréttir

Leitin að næstu Idol-stjörnu Íslands hafin

Saga Matthildur var krýnd Idol-stjarna Íslands þann 10. febrúar síðastliðinn með konfettísprengjum og látum. Það styttist í næstu fagnaðarlæti því leitin að næstu stjörnu er hafin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×