Sigrún leitar að bróður sínum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. maí 2023 07:01 Sigrún leiddi ekki sérstaklega hugann að tilvist bróður síns fyrr en í byrjun þessa árs. Vísir/Vilhelm Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla. Sigrún er fædd í Reykjavík árið 1958 en líffræðileg móðir hennar var á þessum tíma einstæð, tveggja barna móðir. Tíðarandinn hér á landi var töluvert öðruvísi á seinni hluta sjötta áratugarins og mæður í þessari stöðu voru gjarnan litnar hornauga, eins og Sigrún bendir á. „En líffræðileg móðir mín valdi sem sagt foreldra mína og þetta var opin ættleiðing, þar sem allt var uppi á borðum. Mamma og pabbi höfðu heyrt af því að ég gæti hugsanlega átt fleiri systkini þarna úti og vildu forða mér frá því að lenda í einhverjum vandræðum seinna meir. Mamma, pabbi og líffræðileg móðir mín héldu síðan alltaf sambandi, og líffræðileg móðir mín kom í heimsókn til þeirra einu sinni á ári,“ segir Sigrún og bætir við að þar af leiðandi hafi hún alltaf vitað nafnið á líffræðilegum föður sínum og hver bakgrunnur hans væri. Kynntist blóðföður sínum um tvítugt Sigrún var nýfermd þegar líffræðileg móðir hennar lést. Næstu árin blundaði í henni löngun til að kynnast líffræðilegum föður sínum. Hún vissi alltaf að hann héti Hlöðver Filippus Magnússon og væri búsettur á Hellum í Landsveit. „Ég var alltaf á leiðinni að fara og hitta hann en það varð aldrei neitt úr því. Svo gerðist það fyrir tilviljun að ég kynntist dóttur æskuvinar hans. Hún tók það að sér að fara til líffræðilega föður míns og spyrja hann hvort hann vildi hitti mig, sem hann gerði.“ Sigrún var þarna orðin rúmlega tvítug. „Þetta var með því erfiðara sem ég hef gert. Þetta voru voða skrítnar tilfinningar sem spruttu upp þegar ég hitti hann. Þetta var pabbi minn, en samt ekki. En við héldum sambandi alveg þangað til hann dó.“ Sigrún vissi alla tíð að Hlöðver hefði eignast aðra dóttur sem væri sjö mánuðum yngri en hún, hana Erlu. Tæpum áratug eftir að Sigrún og Hlöðver hittust fyrst eignaðist hann síðan þriðju dótturina, Jóhönnu og þær systur eru því þrjár. „Og það vissu alltaf allir af því í sveitinni að ég væri til.“ Móðir Sigrúnar hafði eitt sinn sagt henni að Hlöðver ætti einnig son einhvers staðar úti. Það var hins vegar hálfgert feimnismál, og segist Sigrún ekki hafa kunnað við að spyrja líffræðilegan föður sinn um málið eftir að þau kynntust. Bróðirinn var því aldrei ræddur og segist Sigrún ekki hafa leitt hugann sérstaklega að tilvist hans í gengum tíðina. Leit Sigrúnar hefur leitt hana víða undanfarið, en hún er þó litlu nær.Vísir/Vilhelm Huldumaður kom í heimsókn En í byrjun þessa árs dró til tíðinda. „Ég og Erla systir mín vissum alla tíð hvor af annarri en það var ekki fyrr en seinasta haust að við kynntumst af einhverju viti.“ Þær systur áttu í kjölfarið mörg trúnaðarsamtöl. Það var síðan í byrjun þessa árs að þær voru að ræða saman um daginn og veginn og Erla minntist á atvik sem átti sér stað um síðustu aldamót. Söguna hafði Erla frá eiginmanni sínum. „Ég man ekki hvernig talið barst að þessari sögu, " segir Sigrún. „En hún sagði mér sem sagt frá því að árið 1999 eða 2000 eða einhvers staðar þar í kring hefði maður á vörubíl komið að Dufþaksholti í Hvolshreppi og rætt þar við manninn hennar. Nokkrum dögum seinna kom hann til Vestur-Sámsstaða í Fljótshlíð og vildi hitta Erlu, en hún var ekki heima. Hann minntist á að hann héldi að hann væri bróðir hennar.“ Þetta eru einu upplýsingar sem þær systur hafa um heimsókn mannsins, en enginn veit frekari deili á honum. Þær vita ekki hvað hann heitir. „Hann mun hafa komið að bænum á vörubíl með steypta bita í fjós, þannig að okkur datt í hug að hann hefði komið frá steypustöð sem var rétt frá Gunnarsholti, og verið að vinna á Akurhóli við akstur. Við spurðumst fyrir þar og þar kannaðist enginn við hann.“ Á síðustu vikum og mánuðum hefur Sigrún spurst víða fyrir í sveitinni og á nærliggjandi svæðum, en það hefur litlu skilað. „Eiginmaður Erlu minntist síðan á hjón sem hann hitti eitt sinn í réttum, sem sögðu við hann að „Erla væri svo lík bróður sínum,“ segir Sigrún og bætir við að þær systur hafi síðan haft uppi á hjónunum samkvæmt lýsingu eiginmanns Erlu en það reyndust vera röng hjón. Sigrún hefur velt við mörgum steinum í leitinni. Hún hefur meðal annars beðið um að fá afhent ættleiðingarskjöl frá dómsmálaráðuneytinu í von um að þar leynist einhverjar upplýsingar sem komi að gagni. Ætlar ekki að gefast upp Á dögunum birti Sigrún færslu í hópnum Gamlar Ljósmyndir á Facebook, þar sem hún birti mynd af líffræðilegum föður sínum, Hlöðveri, og kvaðst vera að leita að samfeðra bróður sínum. Þá birti hún einnig færslu á sinni eigin facebook síðu þar sem hún rakti söguna af heimsókn huldumannsins, bróður síns um aldamótin. Hátt í fimm hundruð manns hafa deilt færslu Sigrúnar og fjölmargir hafa skrifað athugasemdir undir hana og komið með hinar og þessar ábendingar. Færsla Sigrúnar á Facebook.Skjáskot/Facebook En enn sem komið er þá er Sigrún litlu nær. Margir hafa bent henni á að taka DNA erfðagreiningarpróf, þar sem einstaklingar geta sent munnvatnssýni á rannsóknarstofu erlendis. Prófin gera fólki kleift að kanna ættfræðilegan bakgrunn sinn og áhættu á erfðasjúkdómum. Hérlendis er meðal annars hægt að kaupa DNA sjálfspróf frá my Heritage í apóteki. „Ég prófaðu að gera slíkt próf, frá MyHeritage, en það skilaði engu.“ Sigrún hefur nú einnig sent sýni til 23andme gagnabankans og á von á niðurstöðu eftir sex til átta vikur. 23andme er eitt af stærstu fyrirtækjunum á þessu sviði og býr yfir feykilega miklu magni erfðaupplýsinga. Sigrún er vongóð en stillir væntingum sínum engu að síður í hóf. Hún segist glöð taka við öllum ábendingum frá fólki sem kann að búa yfir upplýsingum sem gætu leitt hana á slóðir bróður hennar. „Auðvitað hefur maður velt fyrir sér öllum möguleikum. En það væri gaman að geta hitt hann. Ég vil allavega reyna. Annað hvort gerist þetta eða ekki.“ Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
Sigrún er fædd í Reykjavík árið 1958 en líffræðileg móðir hennar var á þessum tíma einstæð, tveggja barna móðir. Tíðarandinn hér á landi var töluvert öðruvísi á seinni hluta sjötta áratugarins og mæður í þessari stöðu voru gjarnan litnar hornauga, eins og Sigrún bendir á. „En líffræðileg móðir mín valdi sem sagt foreldra mína og þetta var opin ættleiðing, þar sem allt var uppi á borðum. Mamma og pabbi höfðu heyrt af því að ég gæti hugsanlega átt fleiri systkini þarna úti og vildu forða mér frá því að lenda í einhverjum vandræðum seinna meir. Mamma, pabbi og líffræðileg móðir mín héldu síðan alltaf sambandi, og líffræðileg móðir mín kom í heimsókn til þeirra einu sinni á ári,“ segir Sigrún og bætir við að þar af leiðandi hafi hún alltaf vitað nafnið á líffræðilegum föður sínum og hver bakgrunnur hans væri. Kynntist blóðföður sínum um tvítugt Sigrún var nýfermd þegar líffræðileg móðir hennar lést. Næstu árin blundaði í henni löngun til að kynnast líffræðilegum föður sínum. Hún vissi alltaf að hann héti Hlöðver Filippus Magnússon og væri búsettur á Hellum í Landsveit. „Ég var alltaf á leiðinni að fara og hitta hann en það varð aldrei neitt úr því. Svo gerðist það fyrir tilviljun að ég kynntist dóttur æskuvinar hans. Hún tók það að sér að fara til líffræðilega föður míns og spyrja hann hvort hann vildi hitti mig, sem hann gerði.“ Sigrún var þarna orðin rúmlega tvítug. „Þetta var með því erfiðara sem ég hef gert. Þetta voru voða skrítnar tilfinningar sem spruttu upp þegar ég hitti hann. Þetta var pabbi minn, en samt ekki. En við héldum sambandi alveg þangað til hann dó.“ Sigrún vissi alla tíð að Hlöðver hefði eignast aðra dóttur sem væri sjö mánuðum yngri en hún, hana Erlu. Tæpum áratug eftir að Sigrún og Hlöðver hittust fyrst eignaðist hann síðan þriðju dótturina, Jóhönnu og þær systur eru því þrjár. „Og það vissu alltaf allir af því í sveitinni að ég væri til.“ Móðir Sigrúnar hafði eitt sinn sagt henni að Hlöðver ætti einnig son einhvers staðar úti. Það var hins vegar hálfgert feimnismál, og segist Sigrún ekki hafa kunnað við að spyrja líffræðilegan föður sinn um málið eftir að þau kynntust. Bróðirinn var því aldrei ræddur og segist Sigrún ekki hafa leitt hugann sérstaklega að tilvist hans í gengum tíðina. Leit Sigrúnar hefur leitt hana víða undanfarið, en hún er þó litlu nær.Vísir/Vilhelm Huldumaður kom í heimsókn En í byrjun þessa árs dró til tíðinda. „Ég og Erla systir mín vissum alla tíð hvor af annarri en það var ekki fyrr en seinasta haust að við kynntumst af einhverju viti.“ Þær systur áttu í kjölfarið mörg trúnaðarsamtöl. Það var síðan í byrjun þessa árs að þær voru að ræða saman um daginn og veginn og Erla minntist á atvik sem átti sér stað um síðustu aldamót. Söguna hafði Erla frá eiginmanni sínum. „Ég man ekki hvernig talið barst að þessari sögu, " segir Sigrún. „En hún sagði mér sem sagt frá því að árið 1999 eða 2000 eða einhvers staðar þar í kring hefði maður á vörubíl komið að Dufþaksholti í Hvolshreppi og rætt þar við manninn hennar. Nokkrum dögum seinna kom hann til Vestur-Sámsstaða í Fljótshlíð og vildi hitta Erlu, en hún var ekki heima. Hann minntist á að hann héldi að hann væri bróðir hennar.“ Þetta eru einu upplýsingar sem þær systur hafa um heimsókn mannsins, en enginn veit frekari deili á honum. Þær vita ekki hvað hann heitir. „Hann mun hafa komið að bænum á vörubíl með steypta bita í fjós, þannig að okkur datt í hug að hann hefði komið frá steypustöð sem var rétt frá Gunnarsholti, og verið að vinna á Akurhóli við akstur. Við spurðumst fyrir þar og þar kannaðist enginn við hann.“ Á síðustu vikum og mánuðum hefur Sigrún spurst víða fyrir í sveitinni og á nærliggjandi svæðum, en það hefur litlu skilað. „Eiginmaður Erlu minntist síðan á hjón sem hann hitti eitt sinn í réttum, sem sögðu við hann að „Erla væri svo lík bróður sínum,“ segir Sigrún og bætir við að þær systur hafi síðan haft uppi á hjónunum samkvæmt lýsingu eiginmanns Erlu en það reyndust vera röng hjón. Sigrún hefur velt við mörgum steinum í leitinni. Hún hefur meðal annars beðið um að fá afhent ættleiðingarskjöl frá dómsmálaráðuneytinu í von um að þar leynist einhverjar upplýsingar sem komi að gagni. Ætlar ekki að gefast upp Á dögunum birti Sigrún færslu í hópnum Gamlar Ljósmyndir á Facebook, þar sem hún birti mynd af líffræðilegum föður sínum, Hlöðveri, og kvaðst vera að leita að samfeðra bróður sínum. Þá birti hún einnig færslu á sinni eigin facebook síðu þar sem hún rakti söguna af heimsókn huldumannsins, bróður síns um aldamótin. Hátt í fimm hundruð manns hafa deilt færslu Sigrúnar og fjölmargir hafa skrifað athugasemdir undir hana og komið með hinar og þessar ábendingar. Færsla Sigrúnar á Facebook.Skjáskot/Facebook En enn sem komið er þá er Sigrún litlu nær. Margir hafa bent henni á að taka DNA erfðagreiningarpróf, þar sem einstaklingar geta sent munnvatnssýni á rannsóknarstofu erlendis. Prófin gera fólki kleift að kanna ættfræðilegan bakgrunn sinn og áhættu á erfðasjúkdómum. Hérlendis er meðal annars hægt að kaupa DNA sjálfspróf frá my Heritage í apóteki. „Ég prófaðu að gera slíkt próf, frá MyHeritage, en það skilaði engu.“ Sigrún hefur nú einnig sent sýni til 23andme gagnabankans og á von á niðurstöðu eftir sex til átta vikur. 23andme er eitt af stærstu fyrirtækjunum á þessu sviði og býr yfir feykilega miklu magni erfðaupplýsinga. Sigrún er vongóð en stillir væntingum sínum engu að síður í hóf. Hún segist glöð taka við öllum ábendingum frá fólki sem kann að búa yfir upplýsingum sem gætu leitt hana á slóðir bróður hennar. „Auðvitað hefur maður velt fyrir sér öllum möguleikum. En það væri gaman að geta hitt hann. Ég vil allavega reyna. Annað hvort gerist þetta eða ekki.“
Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira