Lífið

Love Is­land stjarna fékk ó­vænt boð í krýningu Karls

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Krýning Karls fer fram næstkomandi laugardag og verður að ræða einn stærsta viðburðinn í Bretlandi í manna minnum. 
Krýning Karls fer fram næstkomandi laugardag og verður að ræða einn stærsta viðburðinn í Bretlandi í manna minnum.  WPA Pool/Getty

Breska raun­veru­leika­þátta­stjarnan Tasha Ghouri hefur fengið ó­vænt boð um að vera við­stödd há­tíðar­höld vegna krýningu Karls Breta­konungs þann 6. maí næst­komandi. Stjarnan greinir sjálf frá þessu á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Hin 23 ára gamla Tasha var keppandi í áttundu seríu af Love Is­land og var jafn­framt fyrsti heyrnar­lausi keppandinn í þáttunum svo at­hygli vakti. Þar kynntist hún kærastanum sínum, fast­eigna­sölu­manninum Andrew Le Page.

Í um­fjöllun breska götu­blaðsins The Sun kemur fram að Tasha hafi undan­farin ár verið ötull tals­maður heyrnar­lausra í Bret­landi. Því hafi hún fengið boð í krýninguna en ljóst er að mesta frama­fólk Bret­lands verður við­statt krýninguna.

Ljóst er að hún var nokkuð hissa á boðinu enda ekki hverjum sem er boðið. Meðal þeirra stórstjarna sem munu mæta verða Beckham hjónin, bandaríska leikkonan Sandra Oh og Lionel Richie, svo fáeinir séu nefndir.

Tasha er líklega eina Love Island stjarnan sem verður viðstödd krýningu konungsins.Instagram

Tasha viður­kennir að hún sé haldin miklum fé­lagskvíða og rekur það til þess hvernig fólk hegðar sér stundum í sam­skiptum við hana vegna þess að hún er heyrnar­laus. Tasha notar í­grætt heyrnar­tæki sem hún segir hafa breytt lífi sínu þó efa­semdirnar ráði enn för.

„Ég efast í­trekað um sjálfa mig, hvort ég muni heyra í þeim sem talar við mig, hvað ef ég mis­skil? hvað ef ég verð dæmd út frá röddinni minni? Hvað ef ein­hver tekur úr mér heyrnar­tækið?“

Tasha og Andrew eru ennþá saman og hafa aldrei verið betri. Instagram

Tengdar fréttir

Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík

Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30.

Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×