Telur ungmenni nota ensku til að draga upp ákveðna mynd af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2023 12:56 Helga segir að drengirnir hafi notað þau ensku orð sem tengjast leiknum þeirra beint. Í tilviki 15 ára drengjanna var um að ræða Grand Theft Auto. Getty/Cate Gillon Rannsóknardósent hjá Árnastofnun segir notkun ensku í unglingamáli ekki einskorðast við Ísland heldur sé hún snar þáttur í unglingamáli- og menningu víða um heim. Málþingið Enska í íslensku samfélagi fer fram í Þjóðminjasafninu í dag. Á meðal framsögumanna er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun en hún mun segja frá rannsókn sem hún gerði á orðræðu annars vegar 15 ára drengja í tölvuleiknum Grand Theft Auto og hins vegar orðræðu 25 ára kvenna í hlaðvarpsþætti. „Strákarnir eru svolítið að tína orð úr leiknum því leikurinn sem þeir eru í er allur á ensku þannig að orðaforðinn snýst mikið um þennan leik. Þeir eru til dæmis að velja föt á kallinn sinn í leiknum þá tala þeir um að kaupa sér „turtleneck" í staðinn fyrir að tala um að kaupa rúllukragabol,“ útskýrir Helga. Algengt var að ungu konurnar í hlaðvarpsþættinum notuðu ensku til að lýsa tilfinningum eða hughrifum. „Þær eru að nota orð eins og "creepy" "crazy" og "gorgeous" og þessi orð bera þær oft fram með amerískum hreim og þessi orð eru kannski notuð meira til þess að sýna einhvers konar viðhorf eða tilfinningar frekar en að vísa í einhver fyrirbæri eða hugmyndir.“ Þá var einnig mikið um hnyttin tilsvör á ensku. „Eins og „haven't we all“, „say no more“ og „those men.“ Þetta eru stöðluð tilsvör sem maður heyrir oft í sjónvarpsþáttum og efni á ensku.“ Helga segir að ungu konurnar noti ensku til að gefa ákveðna mynd af sér; þær séu heimsborgarar og með á nótunum í alþjóðlegum dægurheimi. „Notkun ensku er snar þáttur í unglingamáli víða um lönd, ekki bara íslensku. Þetta er náttúrulega hluti af ákveðinni menningu og ákveðnu tímabili í lífinu. Þá talar fólk það sem hefur verið kallað unglingamál og það einkennist meðal annars af mikilli notkun ensku og notkun á orðræðuögnum á borð við „hérna“ og „þúst“. Helga telur að notkun enskunnar geti líka verið ákveðið stílbragð. „Þannig að þetta er ekki þannig að þau séu einhvers konar fórnarlömb í þessu, heldur er þetta þeirra val að nota ensku orðin þegar þau eru að tala. Þau eru að reyna að sýna ákveðna mynd af sér með því að velja að nota enskuna.“ segir Helga. Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Málþingið Enska í íslensku samfélagi fer fram í Þjóðminjasafninu í dag. Á meðal framsögumanna er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun en hún mun segja frá rannsókn sem hún gerði á orðræðu annars vegar 15 ára drengja í tölvuleiknum Grand Theft Auto og hins vegar orðræðu 25 ára kvenna í hlaðvarpsþætti. „Strákarnir eru svolítið að tína orð úr leiknum því leikurinn sem þeir eru í er allur á ensku þannig að orðaforðinn snýst mikið um þennan leik. Þeir eru til dæmis að velja föt á kallinn sinn í leiknum þá tala þeir um að kaupa sér „turtleneck" í staðinn fyrir að tala um að kaupa rúllukragabol,“ útskýrir Helga. Algengt var að ungu konurnar í hlaðvarpsþættinum notuðu ensku til að lýsa tilfinningum eða hughrifum. „Þær eru að nota orð eins og "creepy" "crazy" og "gorgeous" og þessi orð bera þær oft fram með amerískum hreim og þessi orð eru kannski notuð meira til þess að sýna einhvers konar viðhorf eða tilfinningar frekar en að vísa í einhver fyrirbæri eða hugmyndir.“ Þá var einnig mikið um hnyttin tilsvör á ensku. „Eins og „haven't we all“, „say no more“ og „those men.“ Þetta eru stöðluð tilsvör sem maður heyrir oft í sjónvarpsþáttum og efni á ensku.“ Helga segir að ungu konurnar noti ensku til að gefa ákveðna mynd af sér; þær séu heimsborgarar og með á nótunum í alþjóðlegum dægurheimi. „Notkun ensku er snar þáttur í unglingamáli víða um lönd, ekki bara íslensku. Þetta er náttúrulega hluti af ákveðinni menningu og ákveðnu tímabili í lífinu. Þá talar fólk það sem hefur verið kallað unglingamál og það einkennist meðal annars af mikilli notkun ensku og notkun á orðræðuögnum á borð við „hérna“ og „þúst“. Helga telur að notkun enskunnar geti líka verið ákveðið stílbragð. „Þannig að þetta er ekki þannig að þau séu einhvers konar fórnarlömb í þessu, heldur er þetta þeirra val að nota ensku orðin þegar þau eru að tala. Þau eru að reyna að sýna ákveðna mynd af sér með því að velja að nota enskuna.“ segir Helga.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57
Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent