„Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar“ Máni Snær Þorláksson skrifar 4. maí 2023 10:11 Kristín Heba Gísladóttir kynnti niðurstöður rannsóknarinnar í gær. Vísir/Vilhelm Niðurstöður könnunar Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sýna að nærri helmingur fólks á erfitt með að ná endum saman og fjölgar nokkuð í hópnum milli ára. Einstæðir foreldrar og innflytjendur eru þeir hópar sem koma verst út úr könnuninni. „Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar. Þeir koma verr út á öllum þeim mælikvörðum sem við notum til að meta fjárhagslega stöðu og hún er mjög slæm. Sama má segja um stöðu innflytjenda, þeir standa mun verr fjárhagslega en þau sem eru innfædd,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kristín segir að í rannsókninni hafi andleg líðan fólks einnig verið skoðuð. Áberandi hafi verið að ungar konur mælist í miklum mæli með slæma andlega heilsu. „Við sjáum líka að einstæðar mæður, ríflega helmingur þeirra er að mælast með slæma andlega líðan og aðeins lægra hlutfall einstæðra feðra. Það er auðvitað áhyggjuefni hversu hátt hlutfall er í ákveðnum hópum fólks.“ Fólk fylgdist með er niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.Vísir/Vilhelm Húsnæðismálin spili stórt hlutverk Kristín segir að helstu áhyggjur þeirra sem mælast með slæma andlega líðan tengist húsnæðismálum. „Við sjáum að til dæmis eins og einstæðir foreldrar og innflytjendur eru í mun meiri mæli á leigumarkaði og hinum almenna leigumarkaði, þar sem húsnæðiskostnaður er oft gríðarlega hár,“ segir hún. „Það skapar auðvitað áhyggjur af afkomu sem geta auðvitað smitast yfir í hvernig fólki líður.“ Þá bendir Kristín á að forysta verkalýðshreyfingarinnar hér á landi hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum í húsnæðismálum. „Þær kröfur standa enn,“ segir hún. „Við teljum að ef staðan á húsnæðismarkaði væri betri að þá myndi það smitast yfir í betri fjárhagsstöðu og vonandi betri líðan. Það væri óskastaðan.“ Hægt er að nálgast skýrslu Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Staða_launafólks_á_Íslandi_2023PDF1.6MBSækja skjal Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar. Þeir koma verr út á öllum þeim mælikvörðum sem við notum til að meta fjárhagslega stöðu og hún er mjög slæm. Sama má segja um stöðu innflytjenda, þeir standa mun verr fjárhagslega en þau sem eru innfædd,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kristín segir að í rannsókninni hafi andleg líðan fólks einnig verið skoðuð. Áberandi hafi verið að ungar konur mælist í miklum mæli með slæma andlega heilsu. „Við sjáum líka að einstæðar mæður, ríflega helmingur þeirra er að mælast með slæma andlega líðan og aðeins lægra hlutfall einstæðra feðra. Það er auðvitað áhyggjuefni hversu hátt hlutfall er í ákveðnum hópum fólks.“ Fólk fylgdist með er niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.Vísir/Vilhelm Húsnæðismálin spili stórt hlutverk Kristín segir að helstu áhyggjur þeirra sem mælast með slæma andlega líðan tengist húsnæðismálum. „Við sjáum að til dæmis eins og einstæðir foreldrar og innflytjendur eru í mun meiri mæli á leigumarkaði og hinum almenna leigumarkaði, þar sem húsnæðiskostnaður er oft gríðarlega hár,“ segir hún. „Það skapar auðvitað áhyggjur af afkomu sem geta auðvitað smitast yfir í hvernig fólki líður.“ Þá bendir Kristín á að forysta verkalýðshreyfingarinnar hér á landi hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum í húsnæðismálum. „Þær kröfur standa enn,“ segir hún. „Við teljum að ef staðan á húsnæðismarkaði væri betri að þá myndi það smitast yfir í betri fjárhagsstöðu og vonandi betri líðan. Það væri óskastaðan.“ Hægt er að nálgast skýrslu Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Staða_launafólks_á_Íslandi_2023PDF1.6MBSækja skjal
Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira