Könnun Vörðu kallar á tafarlausar aðgerðir Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson skrifa 4. maí 2023 07:00 Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Varða leggur spurningakönnun fyrir fólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Fyrri kannanir Vörðu hafa vakið verðskuldaða athygli enda hafa þær leitt í ljós alvarlegar brotalamir í samfélaginu; erfiða afkomu og beinan skort, versnandi andlega líðan tiltekinna hópa og jaðarsetningu innflytjenda. Þátttakan nú var hin mesta til þessa og rannsóknin veitir okkur mikilvægar samtímaupplýsingarnar um stöðu og kjör launafólks. Sláandi niðurstöður Rannsóknin sýnir að tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman og fer það hlutfall sífellt vaxandi. Einstæðir foreldrar búa við afar erfið kjör sem marka má af því að rúmlega 60% þeirra kveðast eiga erfitt með að ná endum saman. Ríflega helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rannsóknin staðfestir enn og aftur erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Hátt hlutfall þeirra býr við fátækt og andlega vanlíðan. Tæpast kemur á óvart að þeim fer fjölgandi sem búa við þunga byrði vegna húsnæðiskostnaðar. Verðbólga, vaxtahækkanir og skortur á húsnæði gerir það að verkum að sífellt hærra hlutfall fólks býr við þunga byrði húsnæðiskostnaðar, fólk í eigin húsnæði fjölgar í þeim hópi en staða leigjenda er eftir sem áður langverst. Í húsnæðismálum landsmanna blasir nú við neyðarástand. Kannanir Vörðu leiða skýrlega í ljós hvaða hópar það eru sem bera þyngstu byrðarnar og það eru einstæðir foreldrar, leigjendur, innflytjendur og ungt fólk. Konur koma verr út en karlar á öllum heildarmælikvörðum um fjárhagslega stöðu. Aðgerðaleysi stjórnvalda Í nágrannaríkjum okkar eins og víðast hvar á Vesturlöndum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að lina þá afkomukreppu sem þjakar almenning. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að bregðast við vandanum sem blasir við. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er engar aðgerðir að finna sem bætt geta afkomu heimila á næstu mánuðum, engin áform um viðbrögð við verðhækkunum, ekkert um skattlagningu ofurlauna og fjármagnstekna og ekkert um að þjóðin fái notið afraksturs auðlinda sinna. Við krefjumst þess að stjórnvöld svari kalli verkalýðshreyfingarinnar um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum, í stuðningi við barnafjölskyldur og styrkingu velferðarkerfisins. Við höfum gögnin, þau hafa tækin, nú skortir bara viljann. Sonja Ýr er formaður BSRB, Finnbjörn forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Finnbjörn A. Hermannsson Kjaramál Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Varða leggur spurningakönnun fyrir fólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Fyrri kannanir Vörðu hafa vakið verðskuldaða athygli enda hafa þær leitt í ljós alvarlegar brotalamir í samfélaginu; erfiða afkomu og beinan skort, versnandi andlega líðan tiltekinna hópa og jaðarsetningu innflytjenda. Þátttakan nú var hin mesta til þessa og rannsóknin veitir okkur mikilvægar samtímaupplýsingarnar um stöðu og kjör launafólks. Sláandi niðurstöður Rannsóknin sýnir að tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman og fer það hlutfall sífellt vaxandi. Einstæðir foreldrar búa við afar erfið kjör sem marka má af því að rúmlega 60% þeirra kveðast eiga erfitt með að ná endum saman. Ríflega helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rannsóknin staðfestir enn og aftur erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Hátt hlutfall þeirra býr við fátækt og andlega vanlíðan. Tæpast kemur á óvart að þeim fer fjölgandi sem búa við þunga byrði vegna húsnæðiskostnaðar. Verðbólga, vaxtahækkanir og skortur á húsnæði gerir það að verkum að sífellt hærra hlutfall fólks býr við þunga byrði húsnæðiskostnaðar, fólk í eigin húsnæði fjölgar í þeim hópi en staða leigjenda er eftir sem áður langverst. Í húsnæðismálum landsmanna blasir nú við neyðarástand. Kannanir Vörðu leiða skýrlega í ljós hvaða hópar það eru sem bera þyngstu byrðarnar og það eru einstæðir foreldrar, leigjendur, innflytjendur og ungt fólk. Konur koma verr út en karlar á öllum heildarmælikvörðum um fjárhagslega stöðu. Aðgerðaleysi stjórnvalda Í nágrannaríkjum okkar eins og víðast hvar á Vesturlöndum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að lina þá afkomukreppu sem þjakar almenning. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að bregðast við vandanum sem blasir við. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er engar aðgerðir að finna sem bætt geta afkomu heimila á næstu mánuðum, engin áform um viðbrögð við verðhækkunum, ekkert um skattlagningu ofurlauna og fjármagnstekna og ekkert um að þjóðin fái notið afraksturs auðlinda sinna. Við krefjumst þess að stjórnvöld svari kalli verkalýðshreyfingarinnar um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum, í stuðningi við barnafjölskyldur og styrkingu velferðarkerfisins. Við höfum gögnin, þau hafa tækin, nú skortir bara viljann. Sonja Ýr er formaður BSRB, Finnbjörn forseti ASÍ.
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar