Innlent

Tveir fluttir á slysa­deild eftir á­rekstur á Breið­holts­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Bíllinn hafnaði utan vegar.
Bíllinn hafnaði utan vegar. Vísir/Vilhelm

Tveir hafa verið fluttir á slysadeild eftir að bíll rakst á tvo aðra bíla og hafnaði loks utan vegar á Breiðholtabraut í Reykjavík um klukkan 14 í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var bílnum ekið utan í tvo aðra bíla, fór yfir á annan vegarhelming og hafnaði þar utan vegar. Talið er að ökumaður bílsins hafi mögulega fallið í yfirlið.

Þeir sem fluttir voru á slysadeild voru í sitt hvorum bílnum.

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×