Lífið

MasterChef-dómarinn Jock Zonfrillo er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jock Zonfrillo var 46 ára gamall þegar hann lét lífið.
Jock Zonfrillo var 46 ára gamall þegar hann lét lífið. Getty/Sam Tabone

Skoski sjónvarpsmaðurinn Jock Zonfrillo er látinn, 46 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dómari í áströlsku útgáfu MasterChef-þáttanna.

Zonfrillo lést í gær í Melbourne í Ástralíu en ekki hefur verið greint frá dánarorsök hans. Variety greinir frá því að Zonfrillo hafi verið opinskár um eiturlyfja neyslu sína á fyrri árum í sjálfsævisögu sinni sem kom út árið 2021.

„Jock var ótrúlegur maður. Hann var yndislegur samstarfsfélagi og vinur, og okkur finnst það hafa verið forréttindi að hann hafi verið svona stórt hlutverk í þáttunum okkar,“ er haft eftir yfirmanni Zonfrillo í tilkynningu um andlát hans.

Zonfrillo skilur eftir sig eiginkonu og fjögur börn en yngsta dóttir hans fæddist í október árið 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×