„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2023 08:20 Helena Bragadóttir er teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa. arnar halldórsson Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsisstjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Árið 2019 var Geðheilsuteymi fangelsa sett á laggirnar en teymið er á vegum heilsugæslunnar og sinnir fólki sem afplánar í fangelsi. „Við köllum okkur vitjanateymi og erum lágþröskuldateymi. Við hittum alla sem þess óska í fangelsinu og veitum þverfaglega meðferð. Stór hópur er með fíknivanda og við erum með fólk á viðhaldsmeðferð, við höfum verið með fólk á ADHD lyfjameðferð og verið að greina það,“ segir Helena Bragadóttir teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa. Klippa: Enn skjólstæðingar spítalans Eiga erfitt með að sinna mjög veiku fólki Teymið sinnir almennri geðheilbrigðisþjónustu en Helena segir marga halda að það geti sinnt allri geðheilbrigðisþjónustu fanga. Raunin sé ekki sú enda teymið á heilsugæslustigi og illa í stakk búið til að sinna mjög veiku fólki. „Það hafa verið einstaklingar þarna inni sem eru bara mjög veikir og mjög krefjandi. Starfsfólk gerir sitt besta og það kemst ekkert lengra með það. Við erum bara eins og ég segi, vitjanateymi, ráðgefandi teymi og getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil.“ Fangelsismálastofnun rekur fangelsi landsins. Hér sést Litla-Hraun.úr kompás Engin aðstaða fyrir teymið í fangelsum Tveir til fjórir úr teyminu sækja fangelsin heim á hefðbundnum dagvinnutíma en hafa enga sérstaka aðstöðu, enda teyminu komið fyrir í byggingum sem gera upphaflega ekki ráð fyrir slíkri þjónustu. „Það er engin aðstaða sem er hugsuð fyrir teymið, þó það standi til bóta. Við erum aðstöðulaus. Ég og við komum þangað með tölvur og erum bara með þær á hnjánum og reynum að finna okkur pláss. Spyrjum: Hvar er laust? Get ég verið hér, eða er heimsókn í dag?“ Engin þjónusta eftir klukkan fjögur Auk þess sé engin þjónusta eftir klukkan fjögur og skortur á bakvöktum. Þar af leiðandi þurfi fangaverðir sem ekki eru menntaðir heilbrigðisstarfsmenn að gefa föngum lyf. „Með lyfjagjafir og það. Maður veit að starfsfólkinu, sem er að gera sitt allra allra besta og ég get algjörlega vottað það á öllum vígstöðvum - þau upplifa það ekki vel að þurfa að sjá um lyfjagjafir.“ „Við erum sett á laggirnar sem er gott, en það er samt svo margt í umgjörðinni sem er gríðarlega ábótavant. Það hefur verið mjög erfitt að vera í þessu aðstöðuleysi.“ Hópur fanga sé með ógreindan alvarlegan geðsjúkdóm Helena segir að í fangelsunum sé hópur fólks sem teymið hafi sterkan grun um að sé með undirliggjandi alvarlegan geðsjúkdóm. „Þar sé ég sóknarfæri. Þau koma inn í fangelsi og eru þá stundum frá neyslu sem hefur oft „maskerað“ þeirra sjúkdómsástand. Þá finnst mér vera svolítið lag ef það væri hægt að fara í samvinnu við okkar þjóðarsjúkrahús með það að vinna með þennan hóp sem mögulega er með sjúkdóm sem ekki hefur greinst vegna þess að þau eru í svo mikilli neyslu.“ Helena segir að fangar séu enn skjólstæðingar spítalands þó þeir séu dæmdir í fangelsi.úr kompás Fangar séu enn skjólstæðingar spítalans en samstarf skorti Til þess þurfi samvinnu við Landspítala þar sem Geðheilsuteymið sé einungis ráðgefandi og þar að auki ekki með sjúkradeild. Er ekki mikil samvinna þarna á milli, milli ykkar og spítalans? „Það er að sjálfsögðu samvinna en okkur hefur fundist skorta þar á og ég verð að vera alveg hreinskilin með það. Vonandi er aukin samvinna í kortunum, vegna þess að þetta eru oft skjólstæðingar sem eru oft skjólstæðingar spítalans og í mínum huga breytist það kannski ekkert mikið þó þú farir í afplánun. Þó að við séum til staðar. Við getum verið þarna styðjandi og ég hef stundum hugsað, væri kannski eðlilegt að það væri áfram kontaktur við spítalann, með okkar milligöngu og samstarfi þannig að við gætum sinnt þessum hópi saman?“ Meiri þjónusta fyrir hjartveika en geðsjúka Nefnir hún sem dæmi að einstaklingur með hjartabilun hættir ekki í þjónustu hjá spítalanum þó hann fari í afplánun. „Hann heldur áfram að fara í viðtöl og lyfjagjöf og svoleiðis.“ Slíkt skorti þegar kemur að geðheilbrigði. „Já við höfum upplifað það og höfum óskað eftir því að skjólstæðingar okkar sem eru með greindan geðklofasjúkdóm eða geðrofssjúkdóm fái t.d. innlögn eða meðferð á Geðdeild í kannski viku því okkur finnst viðkomandi vera svo óstöðugur eða ekki í góðu jafnvægi en hefur það því miður þá hefur það ekki gengið alveg nógu vel.“ Helena segir það hafa komið á óvart hve margir andlega veikir afpláni í fangelsi.úr kompás Hún segir það gerast að inn í afplánun komi mjög veikt fólk með geðrofssjúkdóm og fíknisjúkdóm sem séu stundum á lyfjameðferð frá sínum lækni á Landspítalanum fyrir afplánun en neiti að vera á lyfjum í fangelsi. „Þá nær það ekki lengra. Við nauðungarsprautum ekki fólk í afplánun, þannig þetta getur verið rosalega flókið.“ Kom á óvart hve margir séu alvarlega andlega veikir Helena segir það hafa komið teyminu á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsum. „Maður er hugsi, og svo erum við líka hugsi í teyminu yfir því að það er einstaklingur sem er veikur en sakhæfur. Hann er að koma aftur og aftur og við sjáum það svo glögglega að afplánunin skilar ekki einhverri betrun, það er að segja að hann komi ekki aftur af því að hann er búinn að fá refsingu fyrir þetta, heldur er viðkomandi að koma aftur og aftur.“ Þurfa úrræði Þörf sé á úrræði fyrir þá sem eru metnir sakhæfir en glíma við mikil andleg veikindi. „Að sjá þessa einstaklinga inni í fangelsi. Við höfum margsinnis séð mikla versnun. Þessir skjólstæðingar og þessi hópur, hann á ekki heima í fangelsi. Það er mín skoðun og okkar teymisins.“ Koma þyrfti á fót einhvers konar millistigi fyrir þennan hóp. Ef afstaða stjórnvalda sé sú að þessi hópur eigi að afplána í fangelsi þurfi að vera sérstakur staður fyrir hópinn, til dæmis staður sem svipar til Sogns nema með heilbrigðisstarfsmenn á vakt alla daga, frá morgni til kvölds. Boltinn hjá stjórnvöldum Hún segist mjög hugsi yfir því hve lengi þessi umræða hafi átt sér stað, en ekkert róttækt gerst. „Málið er bara að yfirvöld þurfa að ákveða hvernig viljum við sinna þessum málaflokki? Hvaða lönd viljum við bera okkur saman við? Við þurfum ekki að finna upp hjólið, við getum farið og séð hvernig þetta er gert á Norðurlöndunum sem okkur langar oft að bera okkur saman við. Þetta er bara pólitísk ákvörðun yfirvalda.“ „Viljum við hafa mjög veikt fólk í fangelsi sem mögulega versnar? Við sjáum að fólk kemur aftur og aftur og afplánunin skilar ekki því sem hún á að skila.“ „Viljum við hafa mjög veikt fólk í fangelsi sem mögulega versnar?“ segir Helena.úr kompás Aðstæður mun betri í Noregi Helena segir að geðheilsuteymið hafi heimsótt fangelsi í Bergen í Noregi og séð aðstæður. Þar sé sérstök aðstaða fyrir systurteymið. „Þar var aðstaða, hópherbergi, viðtalsherbergi. Geðheilsuteymið mætti í vinnuna í fangelsið. Þar var viðvera heilbrigðisstarfsfólks frá átta á morgnanna og til átta eða níu á kvöldin,“ segir Helena og bætir við að þar sjái heilbrigðisstarfsfólk alfarið um lyfjagjafir. „Hólmsheiði t.d. er móttökufangelsi og þar væri mjög eðlilegt að hafa viðveru heilbrigðisstarfsmanna, fyrstu línu þjónusta alla daga.“ „Drug Court“ Helenu þykir ástæða til að skoða sérstaklega aðstæður þeirra sem eru með fíknivanda. „Mér finnst við þurfa að stokka spilin þarna. Bæði með konur og menn, konurnar eru oft mjög langt gengnar og lasnar af sínum fíknisjúkdómi þegar þær koma inn. Nefni hún að í Bergen í Noregi sé sérstakt úrræði sem heiti Drug Court. „Í fangelsi sem við skoðuðum í Bergen var ekki svona ótrúlega mikill fjöldi með fíknivanda því þeir eru með þetta úrræði, Drug Court, sem ég kann ekki að segja nægilega fræðilega frá. En það er allavegana þannig að þú getur fengið dóm í meðferð og endurhæfingu í staðinn fyrir að fara í afplánun.“ Þú sérð þá fyrir þér heimild dómara til að dæma fólk í meðferð? „Akkúrat.“ Samfélagslega mikilvægt Það sé samfélagslega mikilvægt að við skilum ekki föngum út í samfélagið í verra ástandi en þegar þeir fóru inn. „Samfélagið í heild þarf að taka þessa afstöðu. Okkar veikasti hópur, hann á kannski bara alls ekki heima þarna inni.“ Kompás Heilbrigðismál Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsisstjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Árið 2019 var Geðheilsuteymi fangelsa sett á laggirnar en teymið er á vegum heilsugæslunnar og sinnir fólki sem afplánar í fangelsi. „Við köllum okkur vitjanateymi og erum lágþröskuldateymi. Við hittum alla sem þess óska í fangelsinu og veitum þverfaglega meðferð. Stór hópur er með fíknivanda og við erum með fólk á viðhaldsmeðferð, við höfum verið með fólk á ADHD lyfjameðferð og verið að greina það,“ segir Helena Bragadóttir teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa. Klippa: Enn skjólstæðingar spítalans Eiga erfitt með að sinna mjög veiku fólki Teymið sinnir almennri geðheilbrigðisþjónustu en Helena segir marga halda að það geti sinnt allri geðheilbrigðisþjónustu fanga. Raunin sé ekki sú enda teymið á heilsugæslustigi og illa í stakk búið til að sinna mjög veiku fólki. „Það hafa verið einstaklingar þarna inni sem eru bara mjög veikir og mjög krefjandi. Starfsfólk gerir sitt besta og það kemst ekkert lengra með það. Við erum bara eins og ég segi, vitjanateymi, ráðgefandi teymi og getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil.“ Fangelsismálastofnun rekur fangelsi landsins. Hér sést Litla-Hraun.úr kompás Engin aðstaða fyrir teymið í fangelsum Tveir til fjórir úr teyminu sækja fangelsin heim á hefðbundnum dagvinnutíma en hafa enga sérstaka aðstöðu, enda teyminu komið fyrir í byggingum sem gera upphaflega ekki ráð fyrir slíkri þjónustu. „Það er engin aðstaða sem er hugsuð fyrir teymið, þó það standi til bóta. Við erum aðstöðulaus. Ég og við komum þangað með tölvur og erum bara með þær á hnjánum og reynum að finna okkur pláss. Spyrjum: Hvar er laust? Get ég verið hér, eða er heimsókn í dag?“ Engin þjónusta eftir klukkan fjögur Auk þess sé engin þjónusta eftir klukkan fjögur og skortur á bakvöktum. Þar af leiðandi þurfi fangaverðir sem ekki eru menntaðir heilbrigðisstarfsmenn að gefa föngum lyf. „Með lyfjagjafir og það. Maður veit að starfsfólkinu, sem er að gera sitt allra allra besta og ég get algjörlega vottað það á öllum vígstöðvum - þau upplifa það ekki vel að þurfa að sjá um lyfjagjafir.“ „Við erum sett á laggirnar sem er gott, en það er samt svo margt í umgjörðinni sem er gríðarlega ábótavant. Það hefur verið mjög erfitt að vera í þessu aðstöðuleysi.“ Hópur fanga sé með ógreindan alvarlegan geðsjúkdóm Helena segir að í fangelsunum sé hópur fólks sem teymið hafi sterkan grun um að sé með undirliggjandi alvarlegan geðsjúkdóm. „Þar sé ég sóknarfæri. Þau koma inn í fangelsi og eru þá stundum frá neyslu sem hefur oft „maskerað“ þeirra sjúkdómsástand. Þá finnst mér vera svolítið lag ef það væri hægt að fara í samvinnu við okkar þjóðarsjúkrahús með það að vinna með þennan hóp sem mögulega er með sjúkdóm sem ekki hefur greinst vegna þess að þau eru í svo mikilli neyslu.“ Helena segir að fangar séu enn skjólstæðingar spítalands þó þeir séu dæmdir í fangelsi.úr kompás Fangar séu enn skjólstæðingar spítalans en samstarf skorti Til þess þurfi samvinnu við Landspítala þar sem Geðheilsuteymið sé einungis ráðgefandi og þar að auki ekki með sjúkradeild. Er ekki mikil samvinna þarna á milli, milli ykkar og spítalans? „Það er að sjálfsögðu samvinna en okkur hefur fundist skorta þar á og ég verð að vera alveg hreinskilin með það. Vonandi er aukin samvinna í kortunum, vegna þess að þetta eru oft skjólstæðingar sem eru oft skjólstæðingar spítalans og í mínum huga breytist það kannski ekkert mikið þó þú farir í afplánun. Þó að við séum til staðar. Við getum verið þarna styðjandi og ég hef stundum hugsað, væri kannski eðlilegt að það væri áfram kontaktur við spítalann, með okkar milligöngu og samstarfi þannig að við gætum sinnt þessum hópi saman?“ Meiri þjónusta fyrir hjartveika en geðsjúka Nefnir hún sem dæmi að einstaklingur með hjartabilun hættir ekki í þjónustu hjá spítalanum þó hann fari í afplánun. „Hann heldur áfram að fara í viðtöl og lyfjagjöf og svoleiðis.“ Slíkt skorti þegar kemur að geðheilbrigði. „Já við höfum upplifað það og höfum óskað eftir því að skjólstæðingar okkar sem eru með greindan geðklofasjúkdóm eða geðrofssjúkdóm fái t.d. innlögn eða meðferð á Geðdeild í kannski viku því okkur finnst viðkomandi vera svo óstöðugur eða ekki í góðu jafnvægi en hefur það því miður þá hefur það ekki gengið alveg nógu vel.“ Helena segir það hafa komið á óvart hve margir andlega veikir afpláni í fangelsi.úr kompás Hún segir það gerast að inn í afplánun komi mjög veikt fólk með geðrofssjúkdóm og fíknisjúkdóm sem séu stundum á lyfjameðferð frá sínum lækni á Landspítalanum fyrir afplánun en neiti að vera á lyfjum í fangelsi. „Þá nær það ekki lengra. Við nauðungarsprautum ekki fólk í afplánun, þannig þetta getur verið rosalega flókið.“ Kom á óvart hve margir séu alvarlega andlega veikir Helena segir það hafa komið teyminu á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsum. „Maður er hugsi, og svo erum við líka hugsi í teyminu yfir því að það er einstaklingur sem er veikur en sakhæfur. Hann er að koma aftur og aftur og við sjáum það svo glögglega að afplánunin skilar ekki einhverri betrun, það er að segja að hann komi ekki aftur af því að hann er búinn að fá refsingu fyrir þetta, heldur er viðkomandi að koma aftur og aftur.“ Þurfa úrræði Þörf sé á úrræði fyrir þá sem eru metnir sakhæfir en glíma við mikil andleg veikindi. „Að sjá þessa einstaklinga inni í fangelsi. Við höfum margsinnis séð mikla versnun. Þessir skjólstæðingar og þessi hópur, hann á ekki heima í fangelsi. Það er mín skoðun og okkar teymisins.“ Koma þyrfti á fót einhvers konar millistigi fyrir þennan hóp. Ef afstaða stjórnvalda sé sú að þessi hópur eigi að afplána í fangelsi þurfi að vera sérstakur staður fyrir hópinn, til dæmis staður sem svipar til Sogns nema með heilbrigðisstarfsmenn á vakt alla daga, frá morgni til kvölds. Boltinn hjá stjórnvöldum Hún segist mjög hugsi yfir því hve lengi þessi umræða hafi átt sér stað, en ekkert róttækt gerst. „Málið er bara að yfirvöld þurfa að ákveða hvernig viljum við sinna þessum málaflokki? Hvaða lönd viljum við bera okkur saman við? Við þurfum ekki að finna upp hjólið, við getum farið og séð hvernig þetta er gert á Norðurlöndunum sem okkur langar oft að bera okkur saman við. Þetta er bara pólitísk ákvörðun yfirvalda.“ „Viljum við hafa mjög veikt fólk í fangelsi sem mögulega versnar? Við sjáum að fólk kemur aftur og aftur og afplánunin skilar ekki því sem hún á að skila.“ „Viljum við hafa mjög veikt fólk í fangelsi sem mögulega versnar?“ segir Helena.úr kompás Aðstæður mun betri í Noregi Helena segir að geðheilsuteymið hafi heimsótt fangelsi í Bergen í Noregi og séð aðstæður. Þar sé sérstök aðstaða fyrir systurteymið. „Þar var aðstaða, hópherbergi, viðtalsherbergi. Geðheilsuteymið mætti í vinnuna í fangelsið. Þar var viðvera heilbrigðisstarfsfólks frá átta á morgnanna og til átta eða níu á kvöldin,“ segir Helena og bætir við að þar sjái heilbrigðisstarfsfólk alfarið um lyfjagjafir. „Hólmsheiði t.d. er móttökufangelsi og þar væri mjög eðlilegt að hafa viðveru heilbrigðisstarfsmanna, fyrstu línu þjónusta alla daga.“ „Drug Court“ Helenu þykir ástæða til að skoða sérstaklega aðstæður þeirra sem eru með fíknivanda. „Mér finnst við þurfa að stokka spilin þarna. Bæði með konur og menn, konurnar eru oft mjög langt gengnar og lasnar af sínum fíknisjúkdómi þegar þær koma inn. Nefni hún að í Bergen í Noregi sé sérstakt úrræði sem heiti Drug Court. „Í fangelsi sem við skoðuðum í Bergen var ekki svona ótrúlega mikill fjöldi með fíknivanda því þeir eru með þetta úrræði, Drug Court, sem ég kann ekki að segja nægilega fræðilega frá. En það er allavegana þannig að þú getur fengið dóm í meðferð og endurhæfingu í staðinn fyrir að fara í afplánun.“ Þú sérð þá fyrir þér heimild dómara til að dæma fólk í meðferð? „Akkúrat.“ Samfélagslega mikilvægt Það sé samfélagslega mikilvægt að við skilum ekki föngum út í samfélagið í verra ástandi en þegar þeir fóru inn. „Samfélagið í heild þarf að taka þessa afstöðu. Okkar veikasti hópur, hann á kannski bara alls ekki heima þarna inni.“
Kompás Heilbrigðismál Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira