Innlent

Sjald­gæft sjónar­spil á himni

Árni Sæberg skrifar
Sólarbaugurinn var glæsilegur fyrr í dag. Regnbogalitaði boginn efst er stundum kallaður sólbros.
Sólarbaugurinn var glæsilegur fyrr í dag. Regnbogalitaði boginn efst er stundum kallaður sólbros. Sævar Helgi Bragason

Fyrr í kvöld mátti sjá sjaldgæft sjónarspil á himni yfir höfuðborgarsvæðinu þegar sást til rosabaugs með hjásólunum Úlfi og Gíl ásamt regnbogalituðum snertilsboga.

Sævar Helgi Bragason, sem oftast er kallaður Stjörnu-Sævar, náði myndum af fyrirbærinu og birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. 

Hann segir rosabauginn verða til við 22ja gráðu ljósbrot í sexhyrndum ískristöllum í háskýjaslæðunum. Snertilsbogarnir, sem séu raunar tveir, verði til við ljósbrot í fallandi blýantslaga sexhyrndum ískristöllum. Sá efri, þar sem snertilboginn er, verði til við 46 gráðu ljósbrot.

„Hef aldrei séð þetta áður! Vá!“ segir Stjörnu-Sævar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×