Innlent

Dyra­vörður réðst á gest á skemmti­stað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Dyravörður staðarins er grunaður um að hafa beitt gest ofbeldi. Ekki kemur fram hverjar aðgerðir lögreglu voru eða hvort slys voru á fólki.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir helstu verkefni frá klukkan fimm í gærdag til fimm í nótt. 

Þar segir að frekar margir ökumenn hafi verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn ökumaður sem blés í öndunarmæli reyndist vera með áfengismagn upp á 2,44 prómíl en leyfilegt magn er 0,5 prómíl. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. 

Einn var handtekinn eftir innbrot í grunnskóla í Garðabæ. Á manninum fannst talsvert magn af amfetamíni. 

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Kópavogi, eina klukkan níu og eina rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Einn maðurinn er grunaður um að hafa slegið annan í höfuðið með glasi. Árásaraðilar í báðum málum voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×