Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 18:27 Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis. Aðsend Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga koma til landsins vegna fundarins. Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir í tilkynningu nokkuð ljóst að netþrjótar muni vilja nýta sér fundinn til að valda usla með netárásum á íslenska innviði, fyrirtæki og stofnanir. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur sé æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innanlands. „Að okkar mati eru umtalsverðar líkur á mikilli aukningu á álagsárásum með það markmið að valda rofi á þjónustu innlendra aðila og því nauðsynlegt að vera undirbúinn undir slíka útkomu eða aukningu á slíkum árásum,“ segir Anton í tilkynningu. „Möguleikar eru jafnframt fyrir hendi á aukningu á gagnagíslatökuárásum þar sem heilu netkerfin eru tekin yfir af óprúttnum aðlum og fyrirtæki og stofnanir óstarfhæf með öllu.“ Íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að efla öryggi fram að og yfir fundinn. Þá muni Syndis auka mönnun á vakt vikuna fyrir heimsóknina til að geta brugðist hratt og örugglega við komi eitthvað upp. Fjallað var um leiðtogafundinn og umstangið um hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi. Horfa má á fréttina í spilaranum hér að neðan. Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga koma til landsins vegna fundarins. Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir í tilkynningu nokkuð ljóst að netþrjótar muni vilja nýta sér fundinn til að valda usla með netárásum á íslenska innviði, fyrirtæki og stofnanir. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur sé æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innanlands. „Að okkar mati eru umtalsverðar líkur á mikilli aukningu á álagsárásum með það markmið að valda rofi á þjónustu innlendra aðila og því nauðsynlegt að vera undirbúinn undir slíka útkomu eða aukningu á slíkum árásum,“ segir Anton í tilkynningu. „Möguleikar eru jafnframt fyrir hendi á aukningu á gagnagíslatökuárásum þar sem heilu netkerfin eru tekin yfir af óprúttnum aðlum og fyrirtæki og stofnanir óstarfhæf með öllu.“ Íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að efla öryggi fram að og yfir fundinn. Þá muni Syndis auka mönnun á vakt vikuna fyrir heimsóknina til að geta brugðist hratt og örugglega við komi eitthvað upp. Fjallað var um leiðtogafundinn og umstangið um hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi. Horfa má á fréttina í spilaranum hér að neðan.
Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32