Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2023 14:21 Áætlanir stjórnvalda kveða á um að 35 þúsund íbúðir verði byggðar á næstu tíu árum en félagsmenn SI gera ráð fyrir gríðarlegum samdrætti í uppbyggingu næstu 12 mánuði. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka Iðnaðarins, ræddu húsnæðismál, leigumarkað, ásælni fjárfesta í íbúðarhúsnæði og fleira skylt. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. Samkvæmt skoðanakönnun SI byrjuðu umrædd fyrirtæki á 1.473 íbúðum á síðustu 12 mánuðum en munu byrja á 509 íbúðum á næstu tólf mánuðum. Samdráttur sem nemur rúmlega 65 prósentum. Stjórnvöld hafa áður gefið út yfirlýsingar um að til standi að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Fyrirtæki í stöðugri harmonikku Björg segir stöðuna grafalvarlega, bæði vegna samdráttar í uppbyggingu íbúða en líka vegna fyrirtækjanna sjálfra. „Þessum fyrirtækjum líður ekki vel að vera í þessari stöðugu harmonikku. Þau hafa kallað eftir stöðugleika og það sem gerist núna þegar fer að draga saman er að fyrirtækin geta farið að missa starfsfólk úr landi,“ segir Björg. Hún segir að um sé að ræða áætlanir, ekki sé endilega ljóst hvort að af þessum tiltekna samdrætti verði. „Vonandi breytast þær. Við viljum halda áfram að byggja en við getum ekki egnt fyrirtækjum út í þá óvissu að byggja fyrir markað sem hefur ekki efni á því að kaupa. Það er líka staðan. Við getum heldur ekki verið með opna grunna hér um allt og búið til aðstæður sem við þekkjum mæta vel.“ Björg bætir því við að það sé fyrirtækjunum alls ekki í hag að ekki sé hægt að ráðast í frekari framkvæmdir. „Við viljum jafnt og þétt starfsumhverfi en erum því miður að sigla inn í annan óstöðugleika, sem er mjög slæmt.“ Segir um að ræða algjörar hamfarir Guðmundur Hrafn segir að ekki sé um að ræða spár. Fækkun íbúða í uppbyggingu sé þegar að raungerast. „Við sjáum bara hjá Húsnæðismálastofnun að á fyrstu þremur mánuðum ársins koma 512 íbúðir fullkláraðar.“ Það sé það lægsta hlutfall í rúm tíu ár. „Það eru bara að verða algjörar hamfarir. Við höfum ekki náð að halda í frá fólksfjölgun frá 2018 þegar óuppfyllt íbúðaþörf var metin 8000 íbúðir.“ Hann segist velta því fyrir sér hvort það sé ákveðnum aðilum í hag að hindra hér húsnæðisuppbyggingu miðað við þá fjölda hvata sem séu til staðar hér á landi samanborið við nágrannalöndin. „En þetta hefur ekki skilað auknu framboði. Hvaða hvata þarf þá til? Er ekki bara verið að viðhalda hæfilegum húsnæðisskorti til þess að tryggja síhækkandi húsnæðisverð? Er það ekki ætlunin?“ Spurður hvort hann telji þá að ákveðinn hópur hér á landi vilji halda öðrum hópi fólks á götunni til þess að halda uppi húsnæðisverði segir Guðmundur: „Ég er ekki að segja að það sé markmiðið að halda fólki á götunni en það virðist allt benda til þess, vegna þess að þessir hvatar, þessar aðgerðir stjórnvalda, að einfalda regluverkið, að veita skattaafslætti, auka endurgreiðslur, þetta hefur allt átt að leiða til þess að framboð myndi aukast en það hefur ekki gert það.“ Hann spyr hvers vegna ekki ríki hefðbundin markaðsöfl á húsnæðismarkaði. „Ef að það er mikil eftirspurn og það er eftirgjöf stjórnvalda, á það þá ekki samkvæmt þessum hefðbundnu markaðsfræðum að leiða til aukinna framleiðslu? Það hefur ekki gert það.“ Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka Iðnaðarins, ræddu húsnæðismál, leigumarkað, ásælni fjárfesta í íbúðarhúsnæði og fleira skylt. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. Samkvæmt skoðanakönnun SI byrjuðu umrædd fyrirtæki á 1.473 íbúðum á síðustu 12 mánuðum en munu byrja á 509 íbúðum á næstu tólf mánuðum. Samdráttur sem nemur rúmlega 65 prósentum. Stjórnvöld hafa áður gefið út yfirlýsingar um að til standi að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Fyrirtæki í stöðugri harmonikku Björg segir stöðuna grafalvarlega, bæði vegna samdráttar í uppbyggingu íbúða en líka vegna fyrirtækjanna sjálfra. „Þessum fyrirtækjum líður ekki vel að vera í þessari stöðugu harmonikku. Þau hafa kallað eftir stöðugleika og það sem gerist núna þegar fer að draga saman er að fyrirtækin geta farið að missa starfsfólk úr landi,“ segir Björg. Hún segir að um sé að ræða áætlanir, ekki sé endilega ljóst hvort að af þessum tiltekna samdrætti verði. „Vonandi breytast þær. Við viljum halda áfram að byggja en við getum ekki egnt fyrirtækjum út í þá óvissu að byggja fyrir markað sem hefur ekki efni á því að kaupa. Það er líka staðan. Við getum heldur ekki verið með opna grunna hér um allt og búið til aðstæður sem við þekkjum mæta vel.“ Björg bætir því við að það sé fyrirtækjunum alls ekki í hag að ekki sé hægt að ráðast í frekari framkvæmdir. „Við viljum jafnt og þétt starfsumhverfi en erum því miður að sigla inn í annan óstöðugleika, sem er mjög slæmt.“ Segir um að ræða algjörar hamfarir Guðmundur Hrafn segir að ekki sé um að ræða spár. Fækkun íbúða í uppbyggingu sé þegar að raungerast. „Við sjáum bara hjá Húsnæðismálastofnun að á fyrstu þremur mánuðum ársins koma 512 íbúðir fullkláraðar.“ Það sé það lægsta hlutfall í rúm tíu ár. „Það eru bara að verða algjörar hamfarir. Við höfum ekki náð að halda í frá fólksfjölgun frá 2018 þegar óuppfyllt íbúðaþörf var metin 8000 íbúðir.“ Hann segist velta því fyrir sér hvort það sé ákveðnum aðilum í hag að hindra hér húsnæðisuppbyggingu miðað við þá fjölda hvata sem séu til staðar hér á landi samanborið við nágrannalöndin. „En þetta hefur ekki skilað auknu framboði. Hvaða hvata þarf þá til? Er ekki bara verið að viðhalda hæfilegum húsnæðisskorti til þess að tryggja síhækkandi húsnæðisverð? Er það ekki ætlunin?“ Spurður hvort hann telji þá að ákveðinn hópur hér á landi vilji halda öðrum hópi fólks á götunni til þess að halda uppi húsnæðisverði segir Guðmundur: „Ég er ekki að segja að það sé markmiðið að halda fólki á götunni en það virðist allt benda til þess, vegna þess að þessir hvatar, þessar aðgerðir stjórnvalda, að einfalda regluverkið, að veita skattaafslætti, auka endurgreiðslur, þetta hefur allt átt að leiða til þess að framboð myndi aukast en það hefur ekki gert það.“ Hann spyr hvers vegna ekki ríki hefðbundin markaðsöfl á húsnæðismarkaði. „Ef að það er mikil eftirspurn og það er eftirgjöf stjórnvalda, á það þá ekki samkvæmt þessum hefðbundnu markaðsfræðum að leiða til aukinna framleiðslu? Það hefur ekki gert það.“
Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira