Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2023 09:39 Meghan segir fréttaflutning breskra miðla af bréfaskrifum sínum til Karls konungs árið 2021 ekki réttan. Max Mumby/Indigo/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum. Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá því að Meghan hefði skrifað Karli bréf og lýst yfir áhyggjum af ómeðvitaðri hlutdrægni (e. unconcious bias) í fjölskyldunni árið 2021. Var það í kjölfar frægs viðtals Opruh Winfrey við Meghan og eiginmanninn Harry Bretaprins þar sem þau lýstu því yfir að fjölskyldumeðlimur hefði velt fyrir sér litarhafti ófædds sonar þeirra Archie. Í frétt breska blaðsins segir að ófullnægjandi svör Karls til Meghan vegna þessa hafi meðal annars spilað sinn þátt í þeirri ákvörðun Meghan um að vera ekki viðstödd krýningu Karls sem fer fram eftir rúmar tvær vikur, þann 6. maí. Áður hefur komið fram að einungis Harry Bretaprins muni ferðast til London frá Los Angeles þar sem þau hjónin búa til þess að vera viðstaddur krýningu föður síns. Hann hefur ekki sést opinberlega með fjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók Spare kom út í upphafi þessa árs. Meghan hugsi um líf sitt í nútíð Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni hertogaynjunnar að fréttaflutningur The Daily Telegraph og fleiri breska miðla sé ekki réttur. „Hertogaynjan af Sussex lifir lífi sínu í nútíð, hún er ekki að hugsa um bréfaskriftir frá því fyrir tveimur árum síðan um samræður sem áttu sér stað fyrir fjórum árum,“ hefur fréttaveitan eftir talsmanninum. „Aðrar fullyrðingar eru ósannar og í raun algjörlega fáránlegar. Við hvetjum götublöð og hinar ýmsu konunglegu fréttaveitur til þess að hætta þessum þreytandi sirkus, sem einungis þær eru að búa til.“ Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá því að Meghan hefði skrifað Karli bréf og lýst yfir áhyggjum af ómeðvitaðri hlutdrægni (e. unconcious bias) í fjölskyldunni árið 2021. Var það í kjölfar frægs viðtals Opruh Winfrey við Meghan og eiginmanninn Harry Bretaprins þar sem þau lýstu því yfir að fjölskyldumeðlimur hefði velt fyrir sér litarhafti ófædds sonar þeirra Archie. Í frétt breska blaðsins segir að ófullnægjandi svör Karls til Meghan vegna þessa hafi meðal annars spilað sinn þátt í þeirri ákvörðun Meghan um að vera ekki viðstödd krýningu Karls sem fer fram eftir rúmar tvær vikur, þann 6. maí. Áður hefur komið fram að einungis Harry Bretaprins muni ferðast til London frá Los Angeles þar sem þau hjónin búa til þess að vera viðstaddur krýningu föður síns. Hann hefur ekki sést opinberlega með fjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók Spare kom út í upphafi þessa árs. Meghan hugsi um líf sitt í nútíð Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni hertogaynjunnar að fréttaflutningur The Daily Telegraph og fleiri breska miðla sé ekki réttur. „Hertogaynjan af Sussex lifir lífi sínu í nútíð, hún er ekki að hugsa um bréfaskriftir frá því fyrir tveimur árum síðan um samræður sem áttu sér stað fyrir fjórum árum,“ hefur fréttaveitan eftir talsmanninum. „Aðrar fullyrðingar eru ósannar og í raun algjörlega fáránlegar. Við hvetjum götublöð og hinar ýmsu konunglegu fréttaveitur til þess að hætta þessum þreytandi sirkus, sem einungis þær eru að búa til.“
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00
Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41
Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01