Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2023 09:39 Meghan segir fréttaflutning breskra miðla af bréfaskrifum sínum til Karls konungs árið 2021 ekki réttan. Max Mumby/Indigo/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum. Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá því að Meghan hefði skrifað Karli bréf og lýst yfir áhyggjum af ómeðvitaðri hlutdrægni (e. unconcious bias) í fjölskyldunni árið 2021. Var það í kjölfar frægs viðtals Opruh Winfrey við Meghan og eiginmanninn Harry Bretaprins þar sem þau lýstu því yfir að fjölskyldumeðlimur hefði velt fyrir sér litarhafti ófædds sonar þeirra Archie. Í frétt breska blaðsins segir að ófullnægjandi svör Karls til Meghan vegna þessa hafi meðal annars spilað sinn þátt í þeirri ákvörðun Meghan um að vera ekki viðstödd krýningu Karls sem fer fram eftir rúmar tvær vikur, þann 6. maí. Áður hefur komið fram að einungis Harry Bretaprins muni ferðast til London frá Los Angeles þar sem þau hjónin búa til þess að vera viðstaddur krýningu föður síns. Hann hefur ekki sést opinberlega með fjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók Spare kom út í upphafi þessa árs. Meghan hugsi um líf sitt í nútíð Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni hertogaynjunnar að fréttaflutningur The Daily Telegraph og fleiri breska miðla sé ekki réttur. „Hertogaynjan af Sussex lifir lífi sínu í nútíð, hún er ekki að hugsa um bréfaskriftir frá því fyrir tveimur árum síðan um samræður sem áttu sér stað fyrir fjórum árum,“ hefur fréttaveitan eftir talsmanninum. „Aðrar fullyrðingar eru ósannar og í raun algjörlega fáránlegar. Við hvetjum götublöð og hinar ýmsu konunglegu fréttaveitur til þess að hætta þessum þreytandi sirkus, sem einungis þær eru að búa til.“ Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá því að Meghan hefði skrifað Karli bréf og lýst yfir áhyggjum af ómeðvitaðri hlutdrægni (e. unconcious bias) í fjölskyldunni árið 2021. Var það í kjölfar frægs viðtals Opruh Winfrey við Meghan og eiginmanninn Harry Bretaprins þar sem þau lýstu því yfir að fjölskyldumeðlimur hefði velt fyrir sér litarhafti ófædds sonar þeirra Archie. Í frétt breska blaðsins segir að ófullnægjandi svör Karls til Meghan vegna þessa hafi meðal annars spilað sinn þátt í þeirri ákvörðun Meghan um að vera ekki viðstödd krýningu Karls sem fer fram eftir rúmar tvær vikur, þann 6. maí. Áður hefur komið fram að einungis Harry Bretaprins muni ferðast til London frá Los Angeles þar sem þau hjónin búa til þess að vera viðstaddur krýningu föður síns. Hann hefur ekki sést opinberlega með fjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók Spare kom út í upphafi þessa árs. Meghan hugsi um líf sitt í nútíð Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni hertogaynjunnar að fréttaflutningur The Daily Telegraph og fleiri breska miðla sé ekki réttur. „Hertogaynjan af Sussex lifir lífi sínu í nútíð, hún er ekki að hugsa um bréfaskriftir frá því fyrir tveimur árum síðan um samræður sem áttu sér stað fyrir fjórum árum,“ hefur fréttaveitan eftir talsmanninum. „Aðrar fullyrðingar eru ósannar og í raun algjörlega fáránlegar. Við hvetjum götublöð og hinar ýmsu konunglegu fréttaveitur til þess að hætta þessum þreytandi sirkus, sem einungis þær eru að búa til.“
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00
Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41
Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01