Innlent

Alelda matarvagn á Reykjanesbraut

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikill reykjarmökkur stendur upp úr bílnum.
Mikill reykjarmökkur stendur upp úr bílnum.

Matarvagn er sem stendur alelda á Reykjanesbrautinni, skammt við afleggjarann að Vogum á Vatnsleysuströnd. 

Vakthafandi varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja staðfestir að bíll frá slökkviliðinu sé á svæðinu við slökkvistörf. Að öðru leyti hafði hann ekki upplýsingar um gang mála.

Á myndum má sjá bíl slökkviliðsins að störfum við farartækið og lögreglu sem hefur girt svæðið af. 

Vísir hefur ekki náð tali af lögreglunni á Suðurnesjum vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða matarvagn með mat á leið í brúðkaup. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×