Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2023 16:10 Ari Edwald, Hreggviður og Þórður stigu allir til hliðar úr áberandi stöðum sínum þegar ásakanirnar komu fram. Vísir Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. Vítalía hefur sakað mennina þrjá, sem þá voru áberandi með einum eða öðrum hætti í íslensku viðskiptalífi, um kynferðisbrot í sumarbústaðaferð í desember 2020. Hún var þá í sambandi við líkamsræktarþjálfaranum Arnari Grant. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir niðurstöðuna við fréttastofu RÚV. Hún segir að við rannsókn málsins hafi ekki verið rætt við öll vitni í málinu auk þess sem sakargögn vanti. Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar 2021 með viðtali við Vítalíu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi. Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál MeToo Tengdar fréttir Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Vítalía hefur sakað mennina þrjá, sem þá voru áberandi með einum eða öðrum hætti í íslensku viðskiptalífi, um kynferðisbrot í sumarbústaðaferð í desember 2020. Hún var þá í sambandi við líkamsræktarþjálfaranum Arnari Grant. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir niðurstöðuna við fréttastofu RÚV. Hún segir að við rannsókn málsins hafi ekki verið rætt við öll vitni í málinu auk þess sem sakargögn vanti. Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar 2021 með viðtali við Vítalíu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi.
Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál MeToo Tengdar fréttir Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50
Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40
Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26
Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43