Innlent

Wilson Skaw komið á flot

Bjarki Sigurðsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa
Það tókst að losa Wilson Skaw á tíunda tímanum í morgun.
Það tókst að losa Wilson Skaw á tíunda tímanum í morgun. Landhelgisgæslan

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu. 

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Hann segir að í morgun hafi áhöfn Freyju komið dráttartaug yfir flutningaskipið eftir að vindur og ölduhæð á Húnaflóa fór vaxandi. 

Nú verður gerð tilraun við að koma skipinu út á dýpra vatn en skipið hefur verið strand síðan á þriðjudaginn. Skipið var að flytja tvö þúsund tonn af salti og 195 tonn af olíu þegar það strandaði. 

Varðskipið Freyja kom dráttartaug yfir flutningaskipið í morgun. Landhelgisgæslan

„Það sem er í gangi núna er að varðskipið Freyja fikrar sig áfram með skipið í þeirri von um að koma því á dýpri sjó. Það verður samt að hafa í huga að það er töluvert af blindskerjum á svæðinu,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. 

Hann segir skipið hafa orðið fyrir einhverjum skemmdum við strandið en sem betur fer skemmdust ekki tankar sem geyma olíu skipsins. 

„Það skiptir öllu mál að vernda umhverfið þegar svona kemur upp á. Sem betur fer eru engin merki þess að olía hafi lekið í sjóinn,“ segir Ásgeir.


Tengdar fréttir

Kafarar könnuðu á­stand skipsins

Kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu í gærkvöldi ástand flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í gær. Varðskipið Freyja er á staðnum en skipið er strand við Ennishöfða. Stefnt er að því að losa skipið í dag.

Skipið virðist hafa siglt ó­hefð­bundna leið

Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu virðist skipið hafa siglt óhefðbundna siglingarleið. Allar aðgerðir snúa að því að tryggja umhverfi sem best. 

2.000 tonn af salti og 195 tonn af olíu um borð

Engin merki eru um olíuleka frá flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa í gær. Tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 af olíu eru um borð í skipinu. Útlit er fyrir að létta þurfi skipið áður en ráðist verður í björgun þess og ljóst er að það verður ekki fært strax.

Skip strandaði á Húna­flóa

Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Varðskipið Freyja er á leiðinni að strandstað sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Líðan áhafnarinnar er góð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×