Innlent

Ekið á gangandi veg­faranda í Grafar­vogi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang ásamt lögreglu.
Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang ásamt lögreglu.

Ekið var á gangandi vegfaranda í á Víkurvegi í Grafarvogi rétt fyrir klukkan eitt í dag. 

Tveir sjúkrabílar voru sendir vettvang. Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, við fréttastofu. 

Eldri kona var flutt á slysadeild, að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttur, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns. Hún segir konuna að öllum líkindum hafa hlotið opið beinbrot á báðum fótum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×