Lífið

Þríburar Ástrósar og Margrétar komnir í heiminn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þær Ástrós og Margrét voru yfir sig spenntar þegar þær komust að því að þríburar væru á leiðinni.
Þær Ástrós og Margrét voru yfir sig spenntar þegar þær komust að því að þríburar væru á leiðinni. úr einkasafni

Þær Ástrós Pétursdóttir og Margrét Finney Jónsdóttir eignuðust þríbura þann 12. apríl síðastliðinn. Þríburarnir eru afrakstur einkar vel heppnaðrar tæknifrjóvgunar.

Í febrúar á þessu ári var fjallað um þær Ástrósu og Margréti í fréttum Stöðvar 2:

Þær sögðu þar frá því að hafa fengið sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar væru væntanlegir í vor á þessu ári. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en voru yfir sig spenntar.

Nú eru þríburarnir komnir í heiminn, eins og þær greina vinum og aðstandendum frá á Instagram:

„12. apríl varð lífið fullkomið. Stelpurnar okkar eru komnar í heiminn. Nú takast þær á við hin ýmsu fyrirburaverkefni á milli knúsa hjá mömmum sínum. 

Halló heimur! Kveðja Salka Björt, Katrín Silfá og Elín Jökla.“

 

Vísir óskar þeim Ástrósu og Margréti innilega til hamingju með afkomendurna!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×