Innlent

Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Macron mætir til Íslands í maí. 
Macron mætir til Íslands í maí.  EPA/GONZALO FUENTES

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 

Macron staðfestir þetta við franska miðilinn Dernieres Nouvelles d'Alsace.

Mikill viðbúnaður lögreglu verður í höfuðborginni í maí vegna fundarins en ásamt Macron hefur meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á fundinn staðfest komu sína.

„Þetta er umfangsmesti og stærsti leiðtogafundur sem við höfum nokkurn tíma ráðist í. Enda er hér um að ræða 46 leiðtoga 46 aðildarríkja Evrópuráðsins plús háttsetta fulltrúa Evrópusambandsins og háttsetta embættismenn Evrópuráðsins sjálfs,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir í samtali við fréttastofu í mars.

Fundurinn fer fram dagana 16. - 17 maí og verða málefni Úkraínu aðalefni fundarins.


Tengdar fréttir

Vopnaðir lög­reglu­menn á götum borgarinnar vegna fundarins

Mikill viðbúnaður lögreglu verður í höfuðborginni í maí vegna fundar leiðtogafundar Evrópuráðsins. Gera má ráð fyrir vopnuðum fylgdarmönnum þjóðarleiðtoga og umferðartöfum. Tónlistarhúsinu Hörpu og nærliggjandi umhverfi verður lokað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×