Innlent

Bein út­sending: Vindorka - Val­kostir og greining

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Stöð 2/Arnar

Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku verður kynnt á Hótel Nordica í dag klukkan 10. Sýnt verður frá fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þar á meðal um lagaumhverfi hennar og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Þann 1. febrúar síðastliðinn var ákveðið að áfangaskipta starfi hópsins þannig að fyrst yrði skilað skýrslu sem fæli í sér greiningu og mat á viðfangsefninu.

Starfshópinn skipuðu þau:

  • Hilmar Gunnlaugsson formaður hópsins
  • Björt Ólafsdóttir, fyrrv. ráðherra umhverfis- og auðlindamála
  • Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrv. alþingismaður.

Í skýrslunni sem er greining og mat á núverandi umhverfi á vindorku hérlendis eru dregin saman ýmis álitaefni og settir fram valkostir um hvaða leiðir séu færar. Málefnin sem fjallað er um er m.a. hvort þörf sé á heildarstefnumörkun stjórnvalda um virkjun vindorku, því velt upp hvort vindorka eigi áfram að heyra undir lög um rammaáætlun og hvaða leiðir séu færar við gjaldtöku af vindorkuverum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×