Lífið

Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjónin elska lífið á eyjunni Hin Kong.
Hjónin elska lífið á eyjunni Hin Kong.

Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi.

Klara og Þorgils eru nýgift, á þrítugsaldri og vissu ekkert alveg hvað þau vildu, fundu sig ekki í námi en þegar margfaldur heimsmeistari í tælenskri bardagaíþrótt bauð Þorgilsi að gerast atvinnumaður í íþróttinni stukku þau á tækifærið.

Þau kynntust hugrökku ungu fólki sem lifir og hrærist í dúndrandi orkunni sem fylgir taílensku bardagaíþróttinni Muay Thai á gróðursælli paradísareyju í Taílandsflóa.

Parið býr núna á eyjunni Hin Kong á Tælandi og kunna einstaklega vel við sig þar eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgilsi út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×