Óperudraugurinn hefur sungið sitt síðasta Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2023 14:51 Óperudraugurinn verður ekki lengur sýndur á Broadway. Getty/Nina Westervelt Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. The Phantom of the Opera, eða Óperudraugurinn, er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Draugurinn steig fyrst á svið í West End leikhúsinu í London árið 1986. Þaðan lá leiðin til Broadway árið 1988 og hefur sýningin verið þar sýnd samfleytt síðan þá. Á 35 árum hefur tekist að sýna hana 13.981 sinnum. Það eru 12.865 dagar síðan sýningin var frumsýnd og því hefur hún verið sýnd meira en einu sinni á dag að meðaltali. Eftir sýninguna í gær mætti Webber sjálfur á svið og tileinkaði sýninguna syni sínum, Nicholas Lloyd Webber, sýninguna, en hann lést í lok marsmánaðar á þessu ári eftir baráttu við krabbamein. Andrew Lloyd Webber eftir lokasýninguna í gær.Getty/Nina Westervelt Fjöldi söngleikjastjarna var í salnum, þar á meðal Glenn Close sem hefur leikið í Broadway-verkum á borð við Death and the Maiden og Sunset Boulevard, og Lin-Manuel Miranda, höfundur Hamilton og In the Heights. Ekkert verka Broadway hafði verið lengur í sýningu en Óperudraugurinn þar til í gær. Nú tekur Chicago við titlinum fyrir það verk sem er búið að vera lengst í sýningu, af þeim verkum sem enn eru í sýningu á Broadway. Það verk var fyrst sýnt árið 1996. Garðar Thór Cortes söngvari hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum, til að mynda fór hann með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Sýningin er framhald af Óperudraugnum og var Garðar sérstaklega valinn af Webber til þess að syngja. Garðar Thór Cortes í hlutverki Óperudraugsins. Með honum er Andrew Lloyd Webber. Óperudraugurinn var settur á svið í Hörpu árið 2018. Þá fór Þór Breiðfjörð með hlutverk draugsins en einnig fóru Valgerður Guðnadóttir, Elmar Gilbertsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Bergþór Pálsson, Gísli Magna, Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir og Greta Salóme með hlutverk en sú síðastnefnda sá einnig um leikstjórn á verkinu. Leikhús Bandaríkin Tímamót Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
The Phantom of the Opera, eða Óperudraugurinn, er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Draugurinn steig fyrst á svið í West End leikhúsinu í London árið 1986. Þaðan lá leiðin til Broadway árið 1988 og hefur sýningin verið þar sýnd samfleytt síðan þá. Á 35 árum hefur tekist að sýna hana 13.981 sinnum. Það eru 12.865 dagar síðan sýningin var frumsýnd og því hefur hún verið sýnd meira en einu sinni á dag að meðaltali. Eftir sýninguna í gær mætti Webber sjálfur á svið og tileinkaði sýninguna syni sínum, Nicholas Lloyd Webber, sýninguna, en hann lést í lok marsmánaðar á þessu ári eftir baráttu við krabbamein. Andrew Lloyd Webber eftir lokasýninguna í gær.Getty/Nina Westervelt Fjöldi söngleikjastjarna var í salnum, þar á meðal Glenn Close sem hefur leikið í Broadway-verkum á borð við Death and the Maiden og Sunset Boulevard, og Lin-Manuel Miranda, höfundur Hamilton og In the Heights. Ekkert verka Broadway hafði verið lengur í sýningu en Óperudraugurinn þar til í gær. Nú tekur Chicago við titlinum fyrir það verk sem er búið að vera lengst í sýningu, af þeim verkum sem enn eru í sýningu á Broadway. Það verk var fyrst sýnt árið 1996. Garðar Thór Cortes söngvari hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum, til að mynda fór hann með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Sýningin er framhald af Óperudraugnum og var Garðar sérstaklega valinn af Webber til þess að syngja. Garðar Thór Cortes í hlutverki Óperudraugsins. Með honum er Andrew Lloyd Webber. Óperudraugurinn var settur á svið í Hörpu árið 2018. Þá fór Þór Breiðfjörð með hlutverk draugsins en einnig fóru Valgerður Guðnadóttir, Elmar Gilbertsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Bergþór Pálsson, Gísli Magna, Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir og Greta Salóme með hlutverk en sú síðastnefnda sá einnig um leikstjórn á verkinu.
Leikhús Bandaríkin Tímamót Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira