Lífið

Daði Freyr fær loksins að stíga á Euro­vision sviðið í beinni út­­sendingu

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Daði Freyr kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision.
Daði Freyr kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision. Birta Rán

Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Daði Freyr mun stíga á svið á úrslitakvöldi Eurovision í ár. Þetta tilkynnti Daði á Facebook síðu sinni rétt í þessu.

Eurovision keppnin er haldin Liverpool þetta árið og fer úrslitakvöldið fram þann 13. maí. Keppnin er Daða vel kunnug því hann lenti eftirminnilega í 4. sæti árið 2021, ásamt hljómsveit sinni Gagnamagninu, þrátt fyrir að sveitin hafi ekki geta stigið á svið sökum þess að einn hljómsveitarmeðlimur greindist með Covid-19.

Daði mun koma fram á úrslitakvöldinu ásamt fleiri fyrrum Eurovision-kempum, má þar meðal annars nefna hina sænsku Corneliu Jakobs og hina ísraelsku Nettu. Um er að ræða sérstakt lokaatriði á úrslitakvöldinu sem nefnist Liverpool Songbook og má gera ráð fyrir því að öllu verði tjaldað til.

Undanúrslitakvöldin fara fram 9. og 11. maí og mun fulltrúi okkar, Diljá Pétursdóttir, keppa á því seinna.


Tengdar fréttir

Daði Freyr og Tusse í dómnefnd Söngvakeppninnar

Eurovision fararnir Daði Freyr og Tusse eru meðal þeirra sem skipa dómnefndina fyrir úrslit Söngvakeppninnar en dómnefndin var kynnt í morgun. Báðir munu þeir einnig stíga á svið í kvöld en fimm lög keppa í úrslitunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×