Innlent

Þjóð­þekktum flett upp í lyfja­gátt án til­efnis

Árni Sæberg skrifar
Upplýsingar um lyfjaávísanir fólks eru aðgengilegar starfsfólki apóteka.
Upplýsingar um lyfjaávísanir fólks eru aðgengilegar starfsfólki apóteka. Vísir/Vilhelm

Dæmi eru um það að starfsfólk apóteka fletti upp þjóðþekktu fólki í lyfjagáttinni, miðlægum gagnagrunni sem heldur utan um lyfjaávísanir fólks, án nokkurs tilefnis. 

Þetta kemur fram í Morgunblaði dagsins. Þar segir að Morgunblaðið hafi undir höndum gögn sem sýni uppflettingar stjórnmálafólks og þjóðþekkts fólks úr viðskipta- og menningarlífinu, svo dæmi séu tekin.

Gögnin sýni hverjum er flett upp, hvenær og í hvaða apóteki. Þau sýni hins vegar ekki hvaða starfsmaður framkvæmir uppflettinguna, sem verður að teljast óvenjulegt í ljósi viðkvæms eðlis persónuupplýsinga um lyfjanotkun.

Samkvæmt gildandi persónuverndarrétti hér á landi getur það eitt að fletta upp viðkvæmum persónuupplýsingum talist sem ólögmæt vinnsla slíkra gagna. Þá liggur fyrir að embætti Landlæknis, sem hef­ur um­sjón með og ber ábyrgð á lyfjagátt­inni, ber að gæta þess að aðgengi að viðkvæmum persónuupplýsingum sé eins takmarkað og kostur er á.

Hins vegar segir í frétt Morgunblaðsins að í skriflegu svari embættisins við fyrirspurn blaðsins segi að slík ábyrgð hvíli á apótekunum.

Þá segir að Persónuvernd hafi ekki svarað fyrirspurnum Morgunblaðsins varðandi málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×