Jennifer Coolidge ein áhrifamesta manneskja heims Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. apríl 2023 11:31 Leikkonan Jennifer Coolidge var valin ein af hundrað áhrifamestu manneskjum heims af tímaritinu Time. getty/Frazer Harrison Bandaríska tímaritið Time hefur birt árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Leikkonan vinsæla Jennifer Coolidge er ein af þeim sem nefnd er á listanum í ár og prýðir hún forsíðu blaðsins. Hin 61 árs gamla Coolidge hefur slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus. Hún á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story,American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar náði þó nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Hún hefur hlotið fleiri verðlaun síðasta árið fyrir frammistöðu sína í White Lotus, heldur en hún hefur hlotið samanlagt yfir allan sinn 30 ára feril sem leikkona. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) „Mér líður eins og ég sé Þyrnirós og ég hafi verið lokuð í kassa undir rúmi eða eitthvað álíka. Og nú er ég komin út og hugsa: Hrikalega er ég glöð að mér hafi verið hleypt út, því þetta er miklu betra svona,“ segir Coolidge í viðtali við Time. Coolidge hélt tilfinningaþrungna og eftirminnilega ræðu þegar hún tók á móti Golden Globe verðlaununum og hlaut hún standandi lófaklapp fyrir. Í ræðunni mátti heyra að líf hennar í Hollywood hefði ekki verið auðvelt og að það geti verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) Elon Musk, Beyoncé og Messi einnig á lista Það er leikkonan Mia Farrow sem skrifar umsögn um Coolidge vegna útgáfu listans. „Svo mikið af þeim eiginleikum sem fá alla til þess að falla fyrir henni eru ófyrirsjáanlegir og fyrir utan hið hefðbundna box,“ skrifar hún. Þá segir hún Coolidge vera samkvæma sjálfri sér og heiðarleikinn og góðmennskan uppmáluð. Aðrir einstaklingar á listanum í ár eru meðal annars auðkýfingurinn Elon Musk, tónlistarkonan Beyoncé, leikkonan Angela Bassett, fótboltamaðurinn Lionel Messi, rithöfundurinn Colleen Hoover, leikarinn Michael B. Jordan og viðskiptajöfurinn Bob Iger. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Hin 61 árs gamla Coolidge hefur slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus. Hún á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story,American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar náði þó nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Hún hefur hlotið fleiri verðlaun síðasta árið fyrir frammistöðu sína í White Lotus, heldur en hún hefur hlotið samanlagt yfir allan sinn 30 ára feril sem leikkona. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) „Mér líður eins og ég sé Þyrnirós og ég hafi verið lokuð í kassa undir rúmi eða eitthvað álíka. Og nú er ég komin út og hugsa: Hrikalega er ég glöð að mér hafi verið hleypt út, því þetta er miklu betra svona,“ segir Coolidge í viðtali við Time. Coolidge hélt tilfinningaþrungna og eftirminnilega ræðu þegar hún tók á móti Golden Globe verðlaununum og hlaut hún standandi lófaklapp fyrir. Í ræðunni mátti heyra að líf hennar í Hollywood hefði ekki verið auðvelt og að það geti verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) Elon Musk, Beyoncé og Messi einnig á lista Það er leikkonan Mia Farrow sem skrifar umsögn um Coolidge vegna útgáfu listans. „Svo mikið af þeim eiginleikum sem fá alla til þess að falla fyrir henni eru ófyrirsjáanlegir og fyrir utan hið hefðbundna box,“ skrifar hún. Þá segir hún Coolidge vera samkvæma sjálfri sér og heiðarleikinn og góðmennskan uppmáluð. Aðrir einstaklingar á listanum í ár eru meðal annars auðkýfingurinn Elon Musk, tónlistarkonan Beyoncé, leikkonan Angela Bassett, fótboltamaðurinn Lionel Messi, rithöfundurinn Colleen Hoover, leikarinn Michael B. Jordan og viðskiptajöfurinn Bob Iger.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00