„Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands“ Snorri Másson skrifar 16. apríl 2023 10:19 Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi segist hafa haft sinnaskipti um málefni innlends leigubílamarkaðar og kveðst orðinn afhuga því að leyfa nánast fullt frelsi á markaðnum eins og stefnt er með nýsamþykktu frumvarpi. Á meðal þess sem stuðlaði að sinnaskiptunum hjá Jakobi er árekstur sem hann lenti í í Frakklandi fyrr í mánuðinum, sem varð einmitt um borð í UBER-bifreið. Í ljósi þeirrar reynslu segist Jakob hafa breyttan skilning á sjónarmiðum leigubílstjóra sem mótmæla breytingum á markaðnum og vísar Jakob þar meðal annars í viðtal við Daníel O. Einarsson, talsmann leigubílstjóra, í Morgunblaðinu nýverið. Þar sagði Daníel að leigubílar í gegnum öpp í símum yrðu fyrst milliliður, en síðan harður húsbóndi: „Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað. Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni,“ sagði Daníel í viðtalinu. Jakob tekur undir þetta og nefnir einnig spillingarmál í tengslum við UBER í Frakklandi. „Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands… Snjallvæðing, fasismi einhver, mútur, bílslys,“ segir Jakob. Þá segir hann reynslu sína af UBER-bílslysinu í Frakklandi einkar óánægjulega. „Síðan kemur maður heim og það fyrsta sem maður sér er frétt um leigubílstjóra sem gefur ungri stúlku gamla fiðlu sem hann átti. Þetta finnst mér svolítið vera munurinn þarna. Annar lendir í bílslysi, biðst varla afsökunar og fyllir bara út tjónaskýrslu; hinn gefur ungum stúlkum fiðlur,“ segir Jakob. Ísland í dag Leigubílar Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29 Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Á meðal þess sem stuðlaði að sinnaskiptunum hjá Jakobi er árekstur sem hann lenti í í Frakklandi fyrr í mánuðinum, sem varð einmitt um borð í UBER-bifreið. Í ljósi þeirrar reynslu segist Jakob hafa breyttan skilning á sjónarmiðum leigubílstjóra sem mótmæla breytingum á markaðnum og vísar Jakob þar meðal annars í viðtal við Daníel O. Einarsson, talsmann leigubílstjóra, í Morgunblaðinu nýverið. Þar sagði Daníel að leigubílar í gegnum öpp í símum yrðu fyrst milliliður, en síðan harður húsbóndi: „Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað. Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni,“ sagði Daníel í viðtalinu. Jakob tekur undir þetta og nefnir einnig spillingarmál í tengslum við UBER í Frakklandi. „Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands… Snjallvæðing, fasismi einhver, mútur, bílslys,“ segir Jakob. Þá segir hann reynslu sína af UBER-bílslysinu í Frakklandi einkar óánægjulega. „Síðan kemur maður heim og það fyrsta sem maður sér er frétt um leigubílstjóra sem gefur ungri stúlku gamla fiðlu sem hann átti. Þetta finnst mér svolítið vera munurinn þarna. Annar lendir í bílslysi, biðst varla afsökunar og fyllir bara út tjónaskýrslu; hinn gefur ungum stúlkum fiðlur,“ segir Jakob.
Ísland í dag Leigubílar Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29 Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29
Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00