Safna fyrir vin sinn sem lenti í hjólaslysi Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 12:36 Mynd tekin á Evrópumeistaramótinu í fjallabruni í Slóveníu síðasta sumar: Elís Hugi Dagsson er fremstur, þar fyrir aftan með gula hjálminn er Helgi Berg Friðþjófsson hjólaþjálfarinn í BFH. Þar næst er Anton Sigurðarsson (BFH) og svo Sól Snorradóttir (HFR) Aðsend Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Félagar hans úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar hafa tekið sig til og efnt til söfnunar fyrir Elís. Markmiðið er að ná að safna fyrir sérútbúnu fjallahjóli svo Elís geti hjólað með þeim á ný. „Strákarnir eru búnir að hugsa hvað þeir geta gert til þess að hjálpa honum og fá hann út að leika aftur. Þess vegna kemur þessi áheitasöfnun til sem fer fram um helgina,“ segir Sigurður Ólafsson, sem er í foreldrafélagi Brettafélags Hafnarfjarðar, í viðtali um söfnunina í Bítinu á Bylgjunni. Sigurður bendir á að Elís hafi verið með allan hlífðarbúnað er hann slasaðist. „Slysin klárlega gerast og þetta var akkúrat dæmi um það,“ segir Sigurður og útskýrir hvað kom fyrir. „Þetta er einn af fremstu hjólurum landsins. Það eru skipulögð mót á vegum Hjólreiðasambandsins og í fyrra á einu bikarmótinu þá verður hann fyrir því óhappi að hann dettur á miklum hraða fram af smá kletti, lendir illa. Hann fer fram fyrir sig, brotnar ofarlega í bakinu og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er í rauninni lamaður fyrir neðan brjóst í dag.“ Hvernig hefur hann það í dag? „Hann fer inn á Landspítalann og síðan inn á Grensás, var í endurhæfingu. Hann náði að halda áfram í skólanum, Tækniskólinn á heiður skilið fyrir að koma til móts við hann og hjálpa honum. Í dag er hann í skólanum og næsta skref hjá okkur í hjólasamfélaginu er að fá hann inn aftur til að geta hjólað með okkur.“ Frá Spánarferð hjólahópsins í fyrra.Aðsend Taka höndum saman Til þess að Elís geti hjólað aftur með félögum sínum þarf hann sérútbúið rafmagnsknúið fjallahjól. Þannig hjól eru mjög dýr og þess vegna var ákveðið að fara í áheitasöfnunina. Félagar hans ætla að hjóla í heilan sólarhring á æfingahjólum í húsi Brettafélagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði. „Hann er búinn að vera í endurhæfingu og er kominn aftur heim. Hann vill náttúrulega komast út aftur að leika. Þessi hjól eru mjög dýr þannig strákarnir voru að spjalla um hvernig þeir gætu aðstoðað hann, þá kom þessi hugmynd að fara í áheitasöfnun,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. Verið er að safna fyrir svona hjóli svo Elís geti hjólað á ný með félögum sínum.Facebook Sigurður segir að í rauninni sé allt hjólasamfélagið að taka höndum saman í þessari söfnun: „Þetta er ekki bara Brettafélag Hafnarfjarðar heldur líka hin hjólreiðafélögin, það eru allir sem flykkjast á bak við þetta og munu hjóla þennan dag. Það eru skipulagðar götuhjólreiðar og fjallahjólreiðar, það eru allir að taka höndum saman svo hann komist sem fyrst út að leika og til að gera þetta sem bærilegast fyrir hann.“ Skálafell bikarmót síðasta sumar – BFH (Brettafélag Hafnarfjarðar) og HFA (Hjólreiðafélag Akureyrar) strákarnir að njóta veðurblíðunnar á milli keppnisferðaAðsend Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook. Hjólreiðar Góðverk Samgönguslys Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
„Strákarnir eru búnir að hugsa hvað þeir geta gert til þess að hjálpa honum og fá hann út að leika aftur. Þess vegna kemur þessi áheitasöfnun til sem fer fram um helgina,“ segir Sigurður Ólafsson, sem er í foreldrafélagi Brettafélags Hafnarfjarðar, í viðtali um söfnunina í Bítinu á Bylgjunni. Sigurður bendir á að Elís hafi verið með allan hlífðarbúnað er hann slasaðist. „Slysin klárlega gerast og þetta var akkúrat dæmi um það,“ segir Sigurður og útskýrir hvað kom fyrir. „Þetta er einn af fremstu hjólurum landsins. Það eru skipulögð mót á vegum Hjólreiðasambandsins og í fyrra á einu bikarmótinu þá verður hann fyrir því óhappi að hann dettur á miklum hraða fram af smá kletti, lendir illa. Hann fer fram fyrir sig, brotnar ofarlega í bakinu og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er í rauninni lamaður fyrir neðan brjóst í dag.“ Hvernig hefur hann það í dag? „Hann fer inn á Landspítalann og síðan inn á Grensás, var í endurhæfingu. Hann náði að halda áfram í skólanum, Tækniskólinn á heiður skilið fyrir að koma til móts við hann og hjálpa honum. Í dag er hann í skólanum og næsta skref hjá okkur í hjólasamfélaginu er að fá hann inn aftur til að geta hjólað með okkur.“ Frá Spánarferð hjólahópsins í fyrra.Aðsend Taka höndum saman Til þess að Elís geti hjólað aftur með félögum sínum þarf hann sérútbúið rafmagnsknúið fjallahjól. Þannig hjól eru mjög dýr og þess vegna var ákveðið að fara í áheitasöfnunina. Félagar hans ætla að hjóla í heilan sólarhring á æfingahjólum í húsi Brettafélagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði. „Hann er búinn að vera í endurhæfingu og er kominn aftur heim. Hann vill náttúrulega komast út aftur að leika. Þessi hjól eru mjög dýr þannig strákarnir voru að spjalla um hvernig þeir gætu aðstoðað hann, þá kom þessi hugmynd að fara í áheitasöfnun,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. Verið er að safna fyrir svona hjóli svo Elís geti hjólað á ný með félögum sínum.Facebook Sigurður segir að í rauninni sé allt hjólasamfélagið að taka höndum saman í þessari söfnun: „Þetta er ekki bara Brettafélag Hafnarfjarðar heldur líka hin hjólreiðafélögin, það eru allir sem flykkjast á bak við þetta og munu hjóla þennan dag. Það eru skipulagðar götuhjólreiðar og fjallahjólreiðar, það eru allir að taka höndum saman svo hann komist sem fyrst út að leika og til að gera þetta sem bærilegast fyrir hann.“ Skálafell bikarmót síðasta sumar – BFH (Brettafélag Hafnarfjarðar) og HFA (Hjólreiðafélag Akureyrar) strákarnir að njóta veðurblíðunnar á milli keppnisferðaAðsend Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook.
Hjólreiðar Góðverk Samgönguslys Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira