Innlent

„Einn úr okkar röðum lést á Hólmsheiði í gær“

Árni Sæberg skrifar
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga.

Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í fangelsinu á Hólmsheiði í gær. Formaður Afstöðu segir málið hið sorglegasta.

„Með mikilli sorg getum við staðfest að einn úr okkar röðum lést á Hólmsheiði í gær,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, í samtali við Vísi. Hann segist ekki geta greint nánar frá málinu.

Hann segir hug allra í samtökunum vera hjá fjölskyldu, vinum og samföngum þess látna og að málið sé hið sorglegasta.

Fyrsta andlátið í fangelsinu

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Vísi að andlátið sé það fyrsta í fangelsinu á Hólmsheiði síðan það var tekið í notkun. Hann segir að maðurinn hafi fundist látinn í klefa sínum þegar klefar voru opnaðir á laugardagsmorgun. Lögreglan rannsaki nú málið og ekki sé hægt að greina nánar frá því að svo stöddu. Þó sé ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

„Við erum öll harmi slegin. Við köllum til prest og áfallateymi þegar svona kemur upp. Þetta er fyrsta andlátið á Hólmsheiði frá því að fangelsið var tekið í notkun. Það er búið að láta aðstandendur mannsins vita, það er mikilvægt,“ segir Páll



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×