Sex skemmtistöðum lokað tímabundið í nótt vegna réttindalausra dyravarða Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 07:40 Föstudagskvöldið hefur eflaust verið sérstaklega langt fyrir marga enda föstudagurinn langi í gær. Vísir/Vilhelm Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í vesturbænum var lögreglan kölluð til vegna líkamsárásar og eignaspjalla rúmlega tíu í gærkvöldi. Frá tíu til eitt sinnti lögreglan eftirliti með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur. Þar kom í ljós að réttindalausir dyraverðir voru við störf á sex stöðum. Þeim var gert að hætta störfum á meðan vaktstjórar útveguðu dyraverði með réttindi í staðinn. Málin eru rannsökuð sem brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eiga staðirnir og ábyrgðarmenn þeirra yfir höfði sér sekt vegna þessa. Laust fyrir þrjú voru tveir aðilar kærðir fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðbænum. Það hefur verið dýrt piss. Ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum eða akandi réttindalausir Víða um höfuðborgarsvæðið voru ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum eða þá sektaðir vegna annarra brota. Skömmu fyrir fjögur í nótt var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í Bústaðahverfi. Fyrr um kvöldið höfðu tveir ökumenn verið handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna, annar í miðbæ Kópavogs og hinn í Fellahverfinu í Breiðholti. Allir þrír voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Ökumenn voru einnig sektaðir vegna annarra brota. Tveir ökumenn voru sektaðir fyrir að aka bifreið sviptir ökuréttindum, annar um kvöldmatarleytið í Hafnarfirði og hinn um þrjúleytið í nótt í Grafarvoginum. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka með of marga farþega og voru börn ekki í viðeigandi öryggisbúnaði þar. Að sögn lögreglu verður málið tilkynnt til barnaverndarnefndar. Reykjavík Lögreglumál Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í vesturbænum var lögreglan kölluð til vegna líkamsárásar og eignaspjalla rúmlega tíu í gærkvöldi. Frá tíu til eitt sinnti lögreglan eftirliti með samkomustöðum í miðborg Reykjavíkur. Þar kom í ljós að réttindalausir dyraverðir voru við störf á sex stöðum. Þeim var gert að hætta störfum á meðan vaktstjórar útveguðu dyraverði með réttindi í staðinn. Málin eru rannsökuð sem brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eiga staðirnir og ábyrgðarmenn þeirra yfir höfði sér sekt vegna þessa. Laust fyrir þrjú voru tveir aðilar kærðir fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðbænum. Það hefur verið dýrt piss. Ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum eða akandi réttindalausir Víða um höfuðborgarsvæðið voru ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum eða þá sektaðir vegna annarra brota. Skömmu fyrir fjögur í nótt var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í Bústaðahverfi. Fyrr um kvöldið höfðu tveir ökumenn verið handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna, annar í miðbæ Kópavogs og hinn í Fellahverfinu í Breiðholti. Allir þrír voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Ökumenn voru einnig sektaðir vegna annarra brota. Tveir ökumenn voru sektaðir fyrir að aka bifreið sviptir ökuréttindum, annar um kvöldmatarleytið í Hafnarfirði og hinn um þrjúleytið í nótt í Grafarvoginum. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka með of marga farþega og voru börn ekki í viðeigandi öryggisbúnaði þar. Að sögn lögreglu verður málið tilkynnt til barnaverndarnefndar.
Reykjavík Lögreglumál Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira