Klaufir snyrtar í sérstökum klaufsnyrtibás Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2023 20:04 Birkir mælir með því að kýr séu klaufsnyrtar tvisvar á ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeim líður vel á eftir kúnum, sem fá klaufsnyrtingu í nýjum klaufsnyrtibás, sem Kynbótastöð Suðurlands var að festa kaup á. Mjög mikilvægt er að snyrta klaufir kúa líkt og hjá mannfólkinu þegar við klippum á okkur neglurnar. Birkir Þrastarson, sem er starfsmaður klaufsnyrtibássins var að klippa klaufir á kúnum í fjósinu á Stóra Ármóti i Flóa þegar þessar myndir voru teknar. Kýrnar eru reknar inn í básinn og svo tekur snyrtingin við af mikilli fagmennsku. „Ég er að rétta fótastöðu beljunnar. Þetta er með nýrri aðferð, sem ég lærði erlendis í febrúar. Ég klippi meira eftir fótastöðunni en er ekki að reyna að ná þessari hefðbundnu klauf í rauninni eins og klaufin á að líta út, heldur fer ég eftir fótastöðunni. Það er minna helti við þetta og þetta fer betur með gripinn í staðinn fyrir að vera að breyta vinklum á tálínu,“ segir Birkir. En hversu mikilvægt er að snyrta klaufir? „Það er bara mjög mikilvægt. Þetta er bara svipað ef við klippum aldrei neglurnar á okkur sjálfum. Þetta snýst bara um dýravelferð og svo bara kemur þetta beint í tankinn líka hjá bænum“. Og þær fara ánægðar út úr básnum hjá þér? „Flest allar held ég en þær eru ekki alltaf ánægðar að fara inn í hann,“ segir Birkir. Kýrnar er misánægðar inn í básnum en allar mjög ánægðar þegar þær hafa fengið snyrtinguna á klaufunum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En líður kúnum ekki miklu betur eftir að þær eru búnar að fara í gegnum básinn og fá þessa snyrtingu? „Jú, jú segir Birkir, miklu betur enda meira en nóg að gera hjá honum að fara með básinn á milli fjósa. Hann mælir með því að kýrnar séu klaufsnyrtar tvisvar á ári ef vel á að vera. Hvað er skemmtilegast við þetta starf? „Ætli það sé ekki að hitta passlega skrýtna bændur en erum við ekki öll meira og minna skrýtin,“ segir Birkir og hlær. Birkir er mjög ánægður með nýja klaufsnyrtibásinn, sem Kynbótastöð Suðurlands keypti nýlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Birkir Þrastarson, sem er starfsmaður klaufsnyrtibássins var að klippa klaufir á kúnum í fjósinu á Stóra Ármóti i Flóa þegar þessar myndir voru teknar. Kýrnar eru reknar inn í básinn og svo tekur snyrtingin við af mikilli fagmennsku. „Ég er að rétta fótastöðu beljunnar. Þetta er með nýrri aðferð, sem ég lærði erlendis í febrúar. Ég klippi meira eftir fótastöðunni en er ekki að reyna að ná þessari hefðbundnu klauf í rauninni eins og klaufin á að líta út, heldur fer ég eftir fótastöðunni. Það er minna helti við þetta og þetta fer betur með gripinn í staðinn fyrir að vera að breyta vinklum á tálínu,“ segir Birkir. En hversu mikilvægt er að snyrta klaufir? „Það er bara mjög mikilvægt. Þetta er bara svipað ef við klippum aldrei neglurnar á okkur sjálfum. Þetta snýst bara um dýravelferð og svo bara kemur þetta beint í tankinn líka hjá bænum“. Og þær fara ánægðar út úr básnum hjá þér? „Flest allar held ég en þær eru ekki alltaf ánægðar að fara inn í hann,“ segir Birkir. Kýrnar er misánægðar inn í básnum en allar mjög ánægðar þegar þær hafa fengið snyrtinguna á klaufunum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En líður kúnum ekki miklu betur eftir að þær eru búnar að fara í gegnum básinn og fá þessa snyrtingu? „Jú, jú segir Birkir, miklu betur enda meira en nóg að gera hjá honum að fara með básinn á milli fjósa. Hann mælir með því að kýrnar séu klaufsnyrtar tvisvar á ári ef vel á að vera. Hvað er skemmtilegast við þetta starf? „Ætli það sé ekki að hitta passlega skrýtna bændur en erum við ekki öll meira og minna skrýtin,“ segir Birkir og hlær. Birkir er mjög ánægður með nýja klaufsnyrtibásinn, sem Kynbótastöð Suðurlands keypti nýlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira