Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2023 12:31 Herbergið sem eldurinn kom upp í var mjög illa farið. Vísir/Arnar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hádegisbil í gær vegna elds í húsi við Funahöfða 17a. Eldur hafði kviknað í herbergi á annarri hæð hússins en þar er að finna gistirými, sem eru til útleigu. Slökkvistarf gekk hratt og enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Eldurinn var ekki stór og bundinn við eitt herbergi. „En samt alvarlegur. Þarna eru margir íbúar og alltaf alvarlegt þegar þannig kemur upp. Töluverður eldur í einu herbergi og mikið tjón í því og töluvert tjón vegna sóts og lyktar,“ segir Vernharð Gunnarsson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Sextíu eru skráðir til heimilis í húsinu en rúmlega þrjátíu herbergi. Vernharð segir erfitt að vita hve margir búa þarna nákvæmlega. „Þegar við komum á staðinn þá höfðu fjórtán flúið út úr byggingunni,“ segir hann. Á radarnum hjá slökkviliðinu Húsnæðið hefur á undanförnum áratug nokkrum sinnum verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum vegna aðstæðna þar. Fjallað var um það í þáttunum Brestir á Stöð 2 árið 2014 þar sem rætt var við leigjendur, sem lýstu aðbúnaði mjög slæmum. Þá kveikti leigjandi í húsinu árið 2018 en sá glímdi við veikindi. „Þetta er ein af þeim byggingum sem við höfum haft ár radarnum vegna íbúðar í atvinnuhúsnæði. Við töldum fyrst í gær að þetta væri samþykkt íbúðarhúsnæði en við nánari athugun kom í ljós að erindi til byggingarfulltrúa hafði á sínum tíma verið synjað,“ segir Vernharð. Slökkviliðið hafi gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en ekki talið tilefni til að grípa til harðari aðgerða. Nú verði gengið eftir því að brunavarnir verði efldar. „Þar með talið að fá uppdrætti og teikningar af húsnæðinu samþykktar hjá byggingarfulltrúa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um tuttugu herbergi væru í húsinu en það hefur verið leiðrétt. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hádegisbil í gær vegna elds í húsi við Funahöfða 17a. Eldur hafði kviknað í herbergi á annarri hæð hússins en þar er að finna gistirými, sem eru til útleigu. Slökkvistarf gekk hratt og enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Eldurinn var ekki stór og bundinn við eitt herbergi. „En samt alvarlegur. Þarna eru margir íbúar og alltaf alvarlegt þegar þannig kemur upp. Töluverður eldur í einu herbergi og mikið tjón í því og töluvert tjón vegna sóts og lyktar,“ segir Vernharð Gunnarsson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Sextíu eru skráðir til heimilis í húsinu en rúmlega þrjátíu herbergi. Vernharð segir erfitt að vita hve margir búa þarna nákvæmlega. „Þegar við komum á staðinn þá höfðu fjórtán flúið út úr byggingunni,“ segir hann. Á radarnum hjá slökkviliðinu Húsnæðið hefur á undanförnum áratug nokkrum sinnum verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum vegna aðstæðna þar. Fjallað var um það í þáttunum Brestir á Stöð 2 árið 2014 þar sem rætt var við leigjendur, sem lýstu aðbúnaði mjög slæmum. Þá kveikti leigjandi í húsinu árið 2018 en sá glímdi við veikindi. „Þetta er ein af þeim byggingum sem við höfum haft ár radarnum vegna íbúðar í atvinnuhúsnæði. Við töldum fyrst í gær að þetta væri samþykkt íbúðarhúsnæði en við nánari athugun kom í ljós að erindi til byggingarfulltrúa hafði á sínum tíma verið synjað,“ segir Vernharð. Slökkviliðið hafi gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en ekki talið tilefni til að grípa til harðari aðgerða. Nú verði gengið eftir því að brunavarnir verði efldar. „Þar með talið að fá uppdrætti og teikningar af húsnæðinu samþykktar hjá byggingarfulltrúa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um tuttugu herbergi væru í húsinu en það hefur verið leiðrétt.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira