Kollhnís og Eldgos tilnefndar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2023 08:00 Rán Flygenring og Arndís Þórarinsdóttir eru tilnefndar fyrir bækur sínar. Aðsend/Gassi/Norden Bækurnar Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Eldgos eftir Rán Flygenring eru tilnefningar Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Verðlaunin verða afhent í Osló í lok október. Fjórtán bækur frá norrænu löndunum og málsvæðunum eru tilnefndar í ár. Verkin kafa ofan í nýjar fjölskyldugerðir, hvetja lesendur til að líta heiminn með nýjum augum og birta vináttu barna þrátt fyrir tungumálahindranir og ólíka siði. Tvær íslenskar bækur eru tilnefndar. Það eru Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur sem Mál og menning gaf út og Eldgos eftir Rán Flygenring sem Angústúra gaf út. Kollhnís fjallar um fimleikastrákinn Álf og litla bróður hans Eika sem er einhverfur. Í rökstuðningi fyrir tilnefningunni segir að bókin sé frumleg og áhrifarík saga um erfið málefni. Eldgos er myndabók þar sem fylgst er með degi í lífi drengsins Kaktusar og móður hans Brá. Hún starfar sem leiðsögumaður og eru þau stödd úti á landi að skoða fjöll þegar eldgos hefst. Í rökstuðningi fyrir tilnefningunni segir að myndirnar sem prýða bókina séu fullar af húmor og að sagan risti djúpt þrátt fyrir að virðast hress og einföld. Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023 verður kynntur á verðlaunaafhendingu þann 31. október í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur, rétt rúmar sex milljónir króna. Hér fyrir neðan má sjá allar tilnefningarnar. Danmörk Frank mig her, Line-Maria Lång, Karen Vad Bruun og Cato Thau-Jensen (myndskr.)… Tænk ikke på mig, Vilma Sandnes Johansson. Unglingaskáldsaga, Gutkind Forlag, 2… Finnland Kaikki löytämäni viimeiset, Maija Hurme. Myndabók, Etana Editions og Schildts &… Vi ska ju bara cykla förbi, Ellen Strömberg. Unglingaskáldsaga, Schildts & Söd… Færeyjar Strikurnar, Dánial Hoydal og Annika Øyrabø (myndskr.) Myndabók, Bókadeild Føroy… Grænland Pipa Sulullu qaangiipput, Naja Rosing-Asvid. Myndabók, Milik Publishing, 2022. Ísland Kollhnís, Arndís Þórarinsdóttir. Barnabók, Mál og menning, 2022. Eldgos, Rán Flygenring. Myndabók, Angústúra, 2022. Noregur Ikke!, Gro Dahle og Svein Nyhus (myndskr). Myndabók, Cappelen Damm, 2022. Berre mor og Ellinor, Ingrid Z. Aanestad og Sunniva Sunde Krogseth (myndskr.). … Samíska málsvæðið Arvedávgeriikii, Mary Ailonieida Sombán Mari og Sissel Horndal (myndskr.). Mynd… Svíþjóð Farbröder, Teresa Glad. Myndasaga byggð á heimildum, Natur & Kultur, 2022. Glömdagen, Sara Lundberg. Myndabók, Mirando Bok, 2021. Álandseyjar Giraffens hjärta är ovanligt stort, Sofia Chanfreau og Amanda Chanfreau (myndsk… Bókmenntir Norðurlandaráð Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fjórtán bækur frá norrænu löndunum og málsvæðunum eru tilnefndar í ár. Verkin kafa ofan í nýjar fjölskyldugerðir, hvetja lesendur til að líta heiminn með nýjum augum og birta vináttu barna þrátt fyrir tungumálahindranir og ólíka siði. Tvær íslenskar bækur eru tilnefndar. Það eru Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur sem Mál og menning gaf út og Eldgos eftir Rán Flygenring sem Angústúra gaf út. Kollhnís fjallar um fimleikastrákinn Álf og litla bróður hans Eika sem er einhverfur. Í rökstuðningi fyrir tilnefningunni segir að bókin sé frumleg og áhrifarík saga um erfið málefni. Eldgos er myndabók þar sem fylgst er með degi í lífi drengsins Kaktusar og móður hans Brá. Hún starfar sem leiðsögumaður og eru þau stödd úti á landi að skoða fjöll þegar eldgos hefst. Í rökstuðningi fyrir tilnefningunni segir að myndirnar sem prýða bókina séu fullar af húmor og að sagan risti djúpt þrátt fyrir að virðast hress og einföld. Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023 verður kynntur á verðlaunaafhendingu þann 31. október í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur, rétt rúmar sex milljónir króna. Hér fyrir neðan má sjá allar tilnefningarnar. Danmörk Frank mig her, Line-Maria Lång, Karen Vad Bruun og Cato Thau-Jensen (myndskr.)… Tænk ikke på mig, Vilma Sandnes Johansson. Unglingaskáldsaga, Gutkind Forlag, 2… Finnland Kaikki löytämäni viimeiset, Maija Hurme. Myndabók, Etana Editions og Schildts &… Vi ska ju bara cykla förbi, Ellen Strömberg. Unglingaskáldsaga, Schildts & Söd… Færeyjar Strikurnar, Dánial Hoydal og Annika Øyrabø (myndskr.) Myndabók, Bókadeild Føroy… Grænland Pipa Sulullu qaangiipput, Naja Rosing-Asvid. Myndabók, Milik Publishing, 2022. Ísland Kollhnís, Arndís Þórarinsdóttir. Barnabók, Mál og menning, 2022. Eldgos, Rán Flygenring. Myndabók, Angústúra, 2022. Noregur Ikke!, Gro Dahle og Svein Nyhus (myndskr). Myndabók, Cappelen Damm, 2022. Berre mor og Ellinor, Ingrid Z. Aanestad og Sunniva Sunde Krogseth (myndskr.). … Samíska málsvæðið Arvedávgeriikii, Mary Ailonieida Sombán Mari og Sissel Horndal (myndskr.). Mynd… Svíþjóð Farbröder, Teresa Glad. Myndasaga byggð á heimildum, Natur & Kultur, 2022. Glömdagen, Sara Lundberg. Myndabók, Mirando Bok, 2021. Álandseyjar Giraffens hjärta är ovanligt stort, Sofia Chanfreau og Amanda Chanfreau (myndsk…
Bókmenntir Norðurlandaráð Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira