Hamstraeigendur hamstra DETOLF skápinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 21:30 Halldóra heldur úti vefsíðunni nagdýr.is en þar má finna fróðlegar upplýsingar um hamstra. arnar halldórsson/ikea Nokkuð hefur borið á því að hamstraeigendur hamstri IKEA húsgögn og nýti sem búr fyrir dýrin. Nagdýrasérfræðingur segir þrettán þúsund króna DETOLF skápinn vinsælastan, en hún óttast framtíð dýrsins sem sé að hluta til í útrýmingarhættu. Facebook hópurinn Hamstrar er að mati fréttamanns einn merkilegasti hópur samtímans en þar gengur nagdýrið kaupum og sölum ásamt búrum og fylgihlutum. Gríðarlegur metnaður einkennir hópinn, hvort sem það eru söluauglýsingar eins og þessi hér þar sem hamstar sitja fyrir í innkaupakerru eða heimagerð búr sem eru eins og sófaborð að stærð. „Það er rosalegur metnaður á þessu. Fólk er að smíða úr IKEA eldhússkápum og rúmfatalagers plastskápum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Halldóra Lena, starfsmaður hjá Gæludýr.is. „Vinsælasta hamstrabúrið er detolf skápurinn úr IKEA,“ segir Halldóra, en myndir af ótrúlega metnaðarfullum búrum búnum til úr skápnum má finna á síðunni. Mjög metnaðarfullt búr sem er nærri tveir metrar á lengd. adríana önnudóttir Hamstrar þurfi pláss Ótrúlegt verkvit hjá meðlimum hópsins þrátt fyrir að hægt sé að kaupa fínustu búr í dýrabúðum. Halldóra segir að ástæða útsjónarseminnar sé sú að nýlega hafi rannsóknir sýnt að mörg búr séu of lítil og valdi dýrunum vanlíðan en algengt er að hamstrar í litlu rými verði styggir og nagi rimlana. Stór hamstrabúr geta verið mjög kostnaðarsöm úti í búð. Hér er dæmi um rúmgott búr fyrir hamstur. Halldóra segir að fólk veigri sér ekki við því að gefa hamstrinum nóg pláss á heimilinu þrátt fyrir að fermetraverð sé í hæstu hæðum. Þá er vinsælt hjá meðlimum hópsins að smíða búr frá grunni.facebook/grafík Allir hamstrar einfarar „Þetta eru dýr sem lifa bara í þrjú ár þannig þetta er ekki það mikið plássleysi sem fólk þarf að lifa við lengi.“ Halldóra segir að lítið sé vitað um nagdýrið en það sé þó vel rannsakað að hamsturinn er einfari og því ætti aldrei að geyma tvo eða fleiri hamstra saman í búri, það geti endað illa. „Allir íslenskir hamstrar eru einfarar, líka dverghamsturinn, þó að margar dýrabúðir segi annað.“ Óvissa um framtíð hamstra En þá að myrkari fréttum. Vegna áhugaleysis Íslendinga á nagdýrum eru stökkmýsnar útdauðar á Íslandi, gæslumýsnar eru að deyja út og þá hefur hömstrum farið fækkandi hér á landi. Hefur þú áhyggjur af framtíðinni, að hér verði engir hamstrar eftir nokkur ár? „Ég vona ekki. Ég vona að einhver taki að sér að rækta þá.“ Dýr Gæludýr IKEA Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Facebook hópurinn Hamstrar er að mati fréttamanns einn merkilegasti hópur samtímans en þar gengur nagdýrið kaupum og sölum ásamt búrum og fylgihlutum. Gríðarlegur metnaður einkennir hópinn, hvort sem það eru söluauglýsingar eins og þessi hér þar sem hamstar sitja fyrir í innkaupakerru eða heimagerð búr sem eru eins og sófaborð að stærð. „Það er rosalegur metnaður á þessu. Fólk er að smíða úr IKEA eldhússkápum og rúmfatalagers plastskápum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Halldóra Lena, starfsmaður hjá Gæludýr.is. „Vinsælasta hamstrabúrið er detolf skápurinn úr IKEA,“ segir Halldóra, en myndir af ótrúlega metnaðarfullum búrum búnum til úr skápnum má finna á síðunni. Mjög metnaðarfullt búr sem er nærri tveir metrar á lengd. adríana önnudóttir Hamstrar þurfi pláss Ótrúlegt verkvit hjá meðlimum hópsins þrátt fyrir að hægt sé að kaupa fínustu búr í dýrabúðum. Halldóra segir að ástæða útsjónarseminnar sé sú að nýlega hafi rannsóknir sýnt að mörg búr séu of lítil og valdi dýrunum vanlíðan en algengt er að hamstrar í litlu rými verði styggir og nagi rimlana. Stór hamstrabúr geta verið mjög kostnaðarsöm úti í búð. Hér er dæmi um rúmgott búr fyrir hamstur. Halldóra segir að fólk veigri sér ekki við því að gefa hamstrinum nóg pláss á heimilinu þrátt fyrir að fermetraverð sé í hæstu hæðum. Þá er vinsælt hjá meðlimum hópsins að smíða búr frá grunni.facebook/grafík Allir hamstrar einfarar „Þetta eru dýr sem lifa bara í þrjú ár þannig þetta er ekki það mikið plássleysi sem fólk þarf að lifa við lengi.“ Halldóra segir að lítið sé vitað um nagdýrið en það sé þó vel rannsakað að hamsturinn er einfari og því ætti aldrei að geyma tvo eða fleiri hamstra saman í búri, það geti endað illa. „Allir íslenskir hamstrar eru einfarar, líka dverghamsturinn, þó að margar dýrabúðir segi annað.“ Óvissa um framtíð hamstra En þá að myrkari fréttum. Vegna áhugaleysis Íslendinga á nagdýrum eru stökkmýsnar útdauðar á Íslandi, gæslumýsnar eru að deyja út og þá hefur hömstrum farið fækkandi hér á landi. Hefur þú áhyggjur af framtíðinni, að hér verði engir hamstrar eftir nokkur ár? „Ég vona ekki. Ég vona að einhver taki að sér að rækta þá.“
Dýr Gæludýr IKEA Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði