Innlent

Elvar Árni nýr sviðs­stjóri hjá Norður­þingi

Atli Ísleifsson skrifar
Elvar Árni Lund var sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps á árabilinu 2002 til 2006 og framkvæmdastjóri Íspólar og Fjarðarskeljar á árabilinu 2006 til 2021.
Elvar Árni Lund var sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps á árabilinu 2002 til 2006 og framkvæmdastjóri Íspólar og Fjarðarskeljar á árabilinu 2006 til 2021. Norðurþing

Elvar Árna Lund hefur verið ráðinn sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hjá Norðurþingi.

Á vef Norðurþings kemur fram að Elvar Árni hafi verið valinn úr hópi átta umsækjenda.  

„Elvar Árni hefur víðtæka starfsreynslu sem fellur vel að verkefnum sviðsins. Hann var sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps á árabilinu 2002-2006 og framkvæmdastjóri Íspólar og Fjarðarskeljar á árabilinu 2006-2021, auk þess að starfa sem fasteigna- og jarðasali. Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á opinberri stjórnsýslu og lögum og reglugerðum sviðsins, sem og stjórnun, rekstri og áætlanagerð. Auk þess hefur hann sinnt trúnaðarstörfum fyrir Skotveiðifélag Íslands, en hann var í 7 ár í stjórn og þar af 4 sem formaður. Einnig hefur Elvar verið formaður Skelræktar, félag skelræktenda á Íslandi.

Hann er með próf í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akueyri, meistarapróf í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands og löggildingu sem skipa- og fasteignasali.

Hann þekkir vel til innan Norðurþings hvort sem um er að ræða landið, sveitirnar, fólkið, fyrirtækin, innviðina eða verkefni sveitarfélagsins. Hann hefur verið búsettur á Kópaskeri auk þess sem hann fer oft í hús fjölskyldunnar í Nýhöfn á Melrakkasléttu. Elvar Árni stefnir á flutning til Húsavíkur á næstu dögum og mun hefja störf þann 18. apríl nk.,“ segir í tilkynningunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×