Spennufall eftir tilfinningaþrungið samtal við huldumanninn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 14:53 Gerður Petra Ásgeirsdóttir ásamt föður sínum á góðri stundu til vinstri á myndinni. Huldumaðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er hægra megin, með rauðglóandi hraunið í baksýn. Samsett/Aðsend Gerður Petra Ásgeirsdóttir sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitaði logandi ljósi um helgina að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Maðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er nú fundinn. Gerður ræddi við hann í símann í dag, í fyrsta skipti eftir atvikið, og segir að tilfinningar hafa borið hana ofurliði. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri. Gerður lét reyna á mátt Facebook á föstudaginn, þegar tæpt ár var liðið frá andláti pabba hennar, og auglýsti eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play. Hún segir atvikið hafa verið erfiðasta upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum. Öllu máli hafi skipt að hafa góðan mann sér við hlið. Hún kann starfsfólki Play þar að auki bestu þakkir. Flugþjónar og -freyjur eigi hrós skilið fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hinn hógværi huldumaður Gerður var að vonum glöð þegar undirritaður hringdi í hana fyrr í dag og tilkynnti henni að huldumaðurinn væri fundinn: Hinn hógværi Sveinn, sem vildi lítið gera úr afrekinu í samtali við fréttastofu. Gerður lítur málið öðrum augum. „Hann passaði okkur eins og hann gat. Hann sat og stóð eftir því sem ég bað hann um og mér þykir ofsalega vænt um að hafa haft hann hjá okkur. Hann var eins og klettur og á alltaf eftir að eiga stóran part í hjartanu á mér,“ segir Gerður. Eins og fyrr segir ræddu þau saman í dag eftir fund huldumannsins hógværa. Hún segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Þetta er í rauninni bara spennufall“ „Hann sagði gott, bara þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá okkur. Hann er mjög hógvær,“ ítrekar Gerður. „En við náðum að ræða fullt af hlutum úr flugferðinni og við erum bæði sammála um það og það má koma skýrt fram að allt starfsfólk Play á hrós skilið úr þessari flugferð. Þau stóðu sig vonum framar.“ Gerður er þakklát fyrir smæð landsins, enda fannst Sveinn fljótt eftir leitina. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri: „Þetta er í rauninni bara spennufall. Við erum mikið búin að hugsa til hans. Það er virkilega gott að vera búin að finna hann. Eins og ég sagði við hann, hann gerði þessar erfiðu aðstæður eins fallegar og þær gátu verið.“ Fréttir af flugi Kanaríeyjar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Gerður lét reyna á mátt Facebook á föstudaginn, þegar tæpt ár var liðið frá andláti pabba hennar, og auglýsti eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play. Hún segir atvikið hafa verið erfiðasta upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum. Öllu máli hafi skipt að hafa góðan mann sér við hlið. Hún kann starfsfólki Play þar að auki bestu þakkir. Flugþjónar og -freyjur eigi hrós skilið fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hinn hógværi huldumaður Gerður var að vonum glöð þegar undirritaður hringdi í hana fyrr í dag og tilkynnti henni að huldumaðurinn væri fundinn: Hinn hógværi Sveinn, sem vildi lítið gera úr afrekinu í samtali við fréttastofu. Gerður lítur málið öðrum augum. „Hann passaði okkur eins og hann gat. Hann sat og stóð eftir því sem ég bað hann um og mér þykir ofsalega vænt um að hafa haft hann hjá okkur. Hann var eins og klettur og á alltaf eftir að eiga stóran part í hjartanu á mér,“ segir Gerður. Eins og fyrr segir ræddu þau saman í dag eftir fund huldumannsins hógværa. Hún segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Þetta er í rauninni bara spennufall“ „Hann sagði gott, bara þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá okkur. Hann er mjög hógvær,“ ítrekar Gerður. „En við náðum að ræða fullt af hlutum úr flugferðinni og við erum bæði sammála um það og það má koma skýrt fram að allt starfsfólk Play á hrós skilið úr þessari flugferð. Þau stóðu sig vonum framar.“ Gerður er þakklát fyrir smæð landsins, enda fannst Sveinn fljótt eftir leitina. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri: „Þetta er í rauninni bara spennufall. Við erum mikið búin að hugsa til hans. Það er virkilega gott að vera búin að finna hann. Eins og ég sagði við hann, hann gerði þessar erfiðu aðstæður eins fallegar og þær gátu verið.“
Fréttir af flugi Kanaríeyjar Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira