„Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 13:04 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ræddi um skipunina á Karli Gauta Hjaltasyni í Silfrinu á RÚV. Vísir/Jóhann/Vilhelm Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. Í síðustu viku var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti var einn þeirra þingmanna sem var viðstaddur á Klaustursbar árið 2018 í svokölluðu Klaustursmáli. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Sýnd kvenfyrirlitning Í kjölfar ráðningarinnar birti Íris færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún skaut á dómsmálaráðherra fyrir skipunina. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ skrifaði Íris. Íris, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Silfrinu á RÚV í dag þar sem þessi ráðning var rædd. Útskýrði Íris þar hvers vegna hún hafi skrifað umrædda færslu. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan status var að mér fannst ég þurfa vekja athygli á því hvort okkur finnist þetta sem samfélag í lagi. Finnst okkur í lagi að þetta mál sem tröllreið öllu og langflestir voru sammála um að hafi ekki verið í lagi, að hún hafi bara hreinlega engar afleiðingar. Viljum við búa í þannig samfélagi og viðkomandi einstaklingar geti bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ sagði Íris í þættinum. Aldrei fengið afsökunarbeiðni Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Karli Gauta vegna ummælanna en hann hefur bent á að það var ekki hann sem lét þau falla. Sigríður tók punkt Írisar um afleiðingarnar og spurði hvaða afleiðingar fólk sé að kalla eftir. „Mér finnst líka að þegar Íris segir að menn vilji að það hafi einhverjar afleiðingar. Hvaða afleiðingar eru menn að kalla eftir í svona máli? Mér finnst kjörnir fulltrúar þurfa að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að taka persónuleg mál sem þetta og búa til einhvern ásetningarstein,“ sagði Sigríður. Íris benti Sigríði á að hún hafi stigið varlega til jarðar, hún hafi ekki gefið í skyn að Karl Gauti væri ekki velkominn í bæinn. Hún hefur áður sagst að sjálfsögðu vinna með þeim lögreglustjóra sem skipaður er til starfa. Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Í síðustu viku var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti var einn þeirra þingmanna sem var viðstaddur á Klaustursbar árið 2018 í svokölluðu Klaustursmáli. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Sýnd kvenfyrirlitning Í kjölfar ráðningarinnar birti Íris færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún skaut á dómsmálaráðherra fyrir skipunina. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ skrifaði Íris. Íris, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Silfrinu á RÚV í dag þar sem þessi ráðning var rædd. Útskýrði Íris þar hvers vegna hún hafi skrifað umrædda færslu. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan status var að mér fannst ég þurfa vekja athygli á því hvort okkur finnist þetta sem samfélag í lagi. Finnst okkur í lagi að þetta mál sem tröllreið öllu og langflestir voru sammála um að hafi ekki verið í lagi, að hún hafi bara hreinlega engar afleiðingar. Viljum við búa í þannig samfélagi og viðkomandi einstaklingar geti bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ sagði Íris í þættinum. Aldrei fengið afsökunarbeiðni Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Karli Gauta vegna ummælanna en hann hefur bent á að það var ekki hann sem lét þau falla. Sigríður tók punkt Írisar um afleiðingarnar og spurði hvaða afleiðingar fólk sé að kalla eftir. „Mér finnst líka að þegar Íris segir að menn vilji að það hafi einhverjar afleiðingar. Hvaða afleiðingar eru menn að kalla eftir í svona máli? Mér finnst kjörnir fulltrúar þurfa að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að taka persónuleg mál sem þetta og búa til einhvern ásetningarstein,“ sagði Sigríður. Íris benti Sigríði á að hún hafi stigið varlega til jarðar, hún hafi ekki gefið í skyn að Karl Gauti væri ekki velkominn í bæinn. Hún hefur áður sagst að sjálfsögðu vinna með þeim lögreglustjóra sem skipaður er til starfa.
Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira