Tónlistarveislan hefst klukkan 19:00 og má fylgjast með henni í beinni í spilaranum hér fyrir neðan og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á myndlyklum Vodafone og Símans. Fulltrúar 26 framhaldsskóla stíga á svið að þessu sinni en ófáar tónlistarstjörnurnar hafa brotist fram á sjónarsviðið í þessari merkilegu keppni.
Emilía Hugrún Lárusdóttir, fulltrúi Fjölbrautarskóla Suðurlands, bar sigur úr býtum á síðasta ári ásamt hljómsveit núverandi og fyrrverandi nemenda skólans.
Áhorfendur geta í kvöld valið næsta sigurvegara keppninnar í símakosningu og gilda atvkæði til helmings við dómnefnd.
Eftirfarandi skipa dómnefnd Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið:
Júlí Heiðar Halldórsson
Saga Matthildur
Hildur Kristín Stefánsdóttir
Þórunn Clausen