Lífið

Rað­hús í Garða­bæ á 175 milljónir

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Húsið hefur mikið verið endurnýjað.
Húsið hefur mikið verið endurnýjað. Sissi

Sex herbergja raðhús á Brúarflöt í Garðabæ er til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 236 eru 175 milljónir króna.

Húsið er mikið endurnýjað og inni í því er meðal annars arinn klæddur Drápuhlíðargrjóti. Lóðin sem húsið stendur á er tiltölulega stór, samtals 1620 fermetrar. Húsinu fylgir þar að auki veglegt bílaplan. Loftin eru niðurtekin og innbygð halógen-lýsing er í húsinu. Þá má einnig finna tæplega 45 fermetra upphitaða sólstofu og nýuppgerða verönd á þremur pöllum að aftan.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um húsið á fasteignavef Vísis en hér að neðan eru nokkrar vel valdar myndir.

Sissi
Sissi
Sissi
Sissi
Sissi
Sissi
Sissi
Sissi
Sissi
Sissi

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.