„Allt sem við áttum fór í þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 21:30 Heiðrún Lind Finnsdóttir, eigandi íbúðar við Lækjasmára. Vísir/Arnar Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Óhætt er að segja að fjölskyldan í Lækjasmára hafi haft það skítt síðustu daga; á þriðjudagskvöld byrjaði skólp að flæða upp um niðurföll íbúðar þeirra og kalla þurfti til slökkvilið til að dæla vatninu út. Fjölskyldan var langt komin með að rífa næstum allt út úr jarðhæð íbúðarinnar þegar fréttastofu bar að garði í dag, eins og sést í meðfylgjandi frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvað er þetta mikið tjón heldurðu, í peningum? „Ekki minna en 10 milljónir. Við erum nýbúin að kaupa þessa íbúð, spenntum bogann ansi hátt. Allt sem við áttum fór í þetta. Og við vitum ekki almennilega hvernig við eigum að fjármagna hreinsunina eða neitt í augnablikinu, þetta er bara algjört „clusterfuck“,“ segir Heiðrún Berglind Finnsdóttir, eigandi íbúðarinnar í Lækjasmára. Fjölskyldan segist ekki hafa getað beðið með að rífa gólfefni og annað út úr íbúðinni. Mygla hafi þegar byrjað að myndast.Vísir/Arnar Heiðrún segir að hamfarirnar megi rekja til stíflu í röri talsvert frá húsinu og húseigendatrygging nái því ekki utan um tjónið. Heiðrún telur Kópavogsbæ sjálfan bótaskyldan - en þar hafi viðbrögð verið alltof hæg. „Klárlega myndi maður vilja að bærinn myndi koma og segja heyrðu, fokk, við gerðum skissu. Við komum og hjálpum ykkur á meðan við bíðum eftir tryggingafélaginu, að það sé eitthvað neyðarteymi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Heiðrún. Matthías Tristan Þórðarson, 10 ára, í herbergi sínu, sem nú er berstrípað.Vísir/Arnar Hún segir myglu þegar byrjaða að myndast og þau hafi því ekki getað beðið með niðurrif. „Við höfum ekki tíma til að bíða eftir að bærinn og tryggingafélögin ákveði sig hver ætli að borga brúsann.“ Kópavogsbær hafnar því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Bærinn hafnar því einnig að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Í gær hafi lagnir verið hreinsaðar og þær svo myndaðar til að athuga með frekari skemmdir „Húsnæðiseigendum hefur verið bent á að tilkynna tjónið til VÍS, sem er tryggingarfélag Kópavogsbæjar. Vís tekur við tilkynningunni og leitar í framhaldi eftir upplýsingum um atvikið og metur bótaskyldu.“ Kópavogur Skólp Tryggingar Tengdar fréttir Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Óhætt er að segja að fjölskyldan í Lækjasmára hafi haft það skítt síðustu daga; á þriðjudagskvöld byrjaði skólp að flæða upp um niðurföll íbúðar þeirra og kalla þurfti til slökkvilið til að dæla vatninu út. Fjölskyldan var langt komin með að rífa næstum allt út úr jarðhæð íbúðarinnar þegar fréttastofu bar að garði í dag, eins og sést í meðfylgjandi frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvað er þetta mikið tjón heldurðu, í peningum? „Ekki minna en 10 milljónir. Við erum nýbúin að kaupa þessa íbúð, spenntum bogann ansi hátt. Allt sem við áttum fór í þetta. Og við vitum ekki almennilega hvernig við eigum að fjármagna hreinsunina eða neitt í augnablikinu, þetta er bara algjört „clusterfuck“,“ segir Heiðrún Berglind Finnsdóttir, eigandi íbúðarinnar í Lækjasmára. Fjölskyldan segist ekki hafa getað beðið með að rífa gólfefni og annað út úr íbúðinni. Mygla hafi þegar byrjað að myndast.Vísir/Arnar Heiðrún segir að hamfarirnar megi rekja til stíflu í röri talsvert frá húsinu og húseigendatrygging nái því ekki utan um tjónið. Heiðrún telur Kópavogsbæ sjálfan bótaskyldan - en þar hafi viðbrögð verið alltof hæg. „Klárlega myndi maður vilja að bærinn myndi koma og segja heyrðu, fokk, við gerðum skissu. Við komum og hjálpum ykkur á meðan við bíðum eftir tryggingafélaginu, að það sé eitthvað neyðarteymi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Heiðrún. Matthías Tristan Þórðarson, 10 ára, í herbergi sínu, sem nú er berstrípað.Vísir/Arnar Hún segir myglu þegar byrjaða að myndast og þau hafi því ekki getað beðið með niðurrif. „Við höfum ekki tíma til að bíða eftir að bærinn og tryggingafélögin ákveði sig hver ætli að borga brúsann.“ Kópavogsbær hafnar því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Bærinn hafnar því einnig að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Í gær hafi lagnir verið hreinsaðar og þær svo myndaðar til að athuga með frekari skemmdir „Húsnæðiseigendum hefur verið bent á að tilkynna tjónið til VÍS, sem er tryggingarfélag Kópavogsbæjar. Vís tekur við tilkynningunni og leitar í framhaldi eftir upplýsingum um atvikið og metur bótaskyldu.“
Kópavogur Skólp Tryggingar Tengdar fréttir Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51