Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. mars 2023 15:29 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, í viðtali eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi 30. mars 2023. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi um vantraust á hendur Jóni var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan sakaði dómsmálaráðherra um að brjóta gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem það óskaði eftir í tengslum við umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Klippa: Jón Gunnarsson um vantrauststillögu Rakalaust að hann hafi gefið fyrirmæli um að halda eftir gögnum Í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna sagði Jón alltaf alvarlegt þegar vantrauststillaga væri lögð fram og ágætt væri að hún væri nú afstaðin. „Lög hafa ekkert verið brotin. Það hefur verið farið eftir þeim í öllu. Þær fullyrðingar að ég hafi gefið einhver fyrirmæli um það að halda eftir gögnum gagnvart Alþingi eiga ekki við nein rök að styðjast enda hvarflar það ekki að okkur,“ sagði Jón. Hann hélt því fram að ekki væri um lögfræðilegan ágreining að ræða þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði fullyrt það þegar hún greiddi atkvæði honum til stuðnings. „Menn geta svo sem túlkað það með þeim hætti en í mínum huga er þetta ekki lagalegur ágreiningur heldur er þetta spurning um vinnulag. Við treystum okkur ekki til við þær aðstæður sem upp voru komnar að vera að gefa þeim umsóknum þar sem óskað var eftir að bærust til þingsins einhvern forgang í vinnslu hjá [Útlendingastofnun] heldur látum við alla sitja þar við sama borð,“ sagði Jón. Í millitíðinni hafi þingið breytt vinnulagi sínu þannig að ferlið við veitingu ríkisborgararéttar sé orðið mun einfaldara. Tjáir sig ekki um áframhaldandi ráðherrasetu Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir þingkosningarnar árið 2021 kom fram að Jón yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði en þá tæki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki verið afdráttarlaus um hvort það væri enn ætlunin í viðtölum síðan. Spurður út í framtíð sína sagði Jón að ekkert hafi verið rætt um það við sig. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég ætla bara ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Þingmenn aldrei vanhæfir Athygli vakti að Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, greiddi atkvæði um vantrauststillöguna en hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurður að því hvort að það hafi verið við hæfi sagði Jón að það væri hvers og eins þingmanns að meta sitt hæfi. „Við erum aldrei vanhæf í neinum málum, við metum það sjálf. Viltu ekki bara spyrja hann að því. Hann er í vinnu hjá ráðuneytinu, það er alveg rétt. Ég er það líka,“ sagði Jón. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi um vantraust á hendur Jóni var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan sakaði dómsmálaráðherra um að brjóta gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem það óskaði eftir í tengslum við umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Klippa: Jón Gunnarsson um vantrauststillögu Rakalaust að hann hafi gefið fyrirmæli um að halda eftir gögnum Í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna sagði Jón alltaf alvarlegt þegar vantrauststillaga væri lögð fram og ágætt væri að hún væri nú afstaðin. „Lög hafa ekkert verið brotin. Það hefur verið farið eftir þeim í öllu. Þær fullyrðingar að ég hafi gefið einhver fyrirmæli um það að halda eftir gögnum gagnvart Alþingi eiga ekki við nein rök að styðjast enda hvarflar það ekki að okkur,“ sagði Jón. Hann hélt því fram að ekki væri um lögfræðilegan ágreining að ræða þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði fullyrt það þegar hún greiddi atkvæði honum til stuðnings. „Menn geta svo sem túlkað það með þeim hætti en í mínum huga er þetta ekki lagalegur ágreiningur heldur er þetta spurning um vinnulag. Við treystum okkur ekki til við þær aðstæður sem upp voru komnar að vera að gefa þeim umsóknum þar sem óskað var eftir að bærust til þingsins einhvern forgang í vinnslu hjá [Útlendingastofnun] heldur látum við alla sitja þar við sama borð,“ sagði Jón. Í millitíðinni hafi þingið breytt vinnulagi sínu þannig að ferlið við veitingu ríkisborgararéttar sé orðið mun einfaldara. Tjáir sig ekki um áframhaldandi ráðherrasetu Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir þingkosningarnar árið 2021 kom fram að Jón yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði en þá tæki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki verið afdráttarlaus um hvort það væri enn ætlunin í viðtölum síðan. Spurður út í framtíð sína sagði Jón að ekkert hafi verið rætt um það við sig. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég ætla bara ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Þingmenn aldrei vanhæfir Athygli vakti að Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, greiddi atkvæði um vantrauststillöguna en hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurður að því hvort að það hafi verið við hæfi sagði Jón að það væri hvers og eins þingmanns að meta sitt hæfi. „Við erum aldrei vanhæf í neinum málum, við metum það sjálf. Viltu ekki bara spyrja hann að því. Hann er í vinnu hjá ráðuneytinu, það er alveg rétt. Ég er það líka,“ sagði Jón.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira