Innlent

Eldur við bílapartasölu á Akureyri

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Slökkvilið Akureyrar.
Slökkvilið Akureyrar. Vísir/Tryggvi Páll

Slökkvilið var kallað til að Bílapartasölunni Austurhlíð, austanmegin við Akureyri fyrr í kvöld eftir að eldur kom fyrir utan húsið.

Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri að eldurinn hafi verið bundinn við tæki fyrir utan húsið.

„Það barst tilkynning um mikinn eld og reyk en þegar slökkviliðið mætti á staðinn var húsið þó ekki talið í hættu.“

Að sögn Gunnars réð slökkviliðið niðurlögum eldsins tiltölulega fljótt. Engin slys urðu á fólki.

„Það voru engin slys eða tjón eða neitt slíkt. Þeir voru nokkuð fljótir að afgreiða þetta og það þurfti ekki að kalla út aukalið.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×