Innlent

Hlupu uppi fíkni­efna­sala sem reyndist vera í ó­lög­legri dvöl

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Maðurinn reyndist vera með fíkniefni sem að voru ætluð til sölu.
Maðurinn reyndist vera með fíkniefni sem að voru ætluð til sölu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrr í dag afskipti af aðila sem grunaður var um að að selja fíkniefni. Sá reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi af lögreglumönnum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningin barst Stöð 1, sem sinnir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnesi.

Maðurinn reyndist vera með fíkniefni sem að voru ætluð til sölu og fjármuni sem að lögregla telur vera ágóða af fíkniefnasölu. Hann reyndist einnig vera hér í ólöglegri dvöl.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 103. Tveir gerendur voru á vettvangi þegar að lögreglu bar að, sem að reyndust vera undir lögaldri. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.