Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningin barst Stöð 1, sem sinnir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnesi.
Maðurinn reyndist vera með fíkniefni sem að voru ætluð til sölu og fjármuni sem að lögregla telur vera ágóða af fíkniefnasölu. Hann reyndist einnig vera hér í ólöglegri dvöl.
Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 103. Tveir gerendur voru á vettvangi þegar að lögreglu bar að, sem að reyndust vera undir lögaldri. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra.