Landsbankinn vekur athygli á fölsuðu myndefni í dreifingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2023 16:34 Einn Facebook-notandi deildi myndinni með þeim skilaboðum að þessi brandari myndi ekki koma í Vikunni á RÚV. Landsbankinn segir miður að einhver sjái sér hag í að vega að Eddu Falak með ósmekklegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna falsaðs myndskeiðs og myndar sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Á myndinni sem um ræðir sjást skilaboð sem koma upp í hraðbanka. Þar segir: „Edda Falak hefur aldrei starfað í þessum banka. Við erum betri saman.“ Landsbankinn leggur áherslu á að bæði myndskeiðið og myndin séu fölsuð. Í tilkynningu segir: „Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans.“ Landsbankinn segir að sér þyki miður að einhver sjái sér hag í að vega að umræddri manneskju með þessum ósmekklega hætti. Sagði ekki satt og rétt frá Edda gekkst við því fyrir helgi að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Baðst hún velvirðingar á því í yfirlýsingu ásamt stjórnendum Heimildarinnar. Kom yfirlýsingin í kjölfar opins bréfs Frosta Logasonar sem hann birti á Vísi þar sem hann kvaðst hafa sannanir fyrir því að Edda hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmiðlum. Nánar tiltekið sagði Edda meðal annars í viðtali á mbl.is að hún hafi unnið við „verðbréfamiðlun hjá virtum banka í Danmörku“. Svipuð var lýsing Eddu á starfi hennar í Kaupmannahöfn í viðtali hér á Vísi og á RÚV þar sem hún kvaðst hafa verið í „virtri stöðu hjá fjármálafyrirtæki“. Í yfirlýsingu Heimildarinnar var ekki nánar tilgreint hvað það var sem Edda sagði ekki satt og rétt frá. Enn er á huldu hvert hið rétta sé varðandi starfsferil hennar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, sagði í viðtali við Mbl.is um helgina að hún gerði ráð fyrir að Edda myndi útskýra þetta allt saman betur síðar. Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar hefur kallað fram æði misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda hefur ekkert tjáð sig um málið að því undanskildu að hún grínaðist sjálf með að senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fengi hana á heilann. Gunnar var gestur í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöld en Edda hefur undanfarin ár stundað líkamsrækt í Mjölni, bardagafélagi Gunnars. Þá er kærasti Eddu, Kristján Helgi Hafliðason yfirþjálfari Mjölnis í brasilísku jiu-jitsu. Fjölmiðlar Íslenskir bankar Landsbankinn Tengdar fréttir Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 „Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu" „Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi. 23. mars 2023 12:38 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Á myndinni sem um ræðir sjást skilaboð sem koma upp í hraðbanka. Þar segir: „Edda Falak hefur aldrei starfað í þessum banka. Við erum betri saman.“ Landsbankinn leggur áherslu á að bæði myndskeiðið og myndin séu fölsuð. Í tilkynningu segir: „Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans.“ Landsbankinn segir að sér þyki miður að einhver sjái sér hag í að vega að umræddri manneskju með þessum ósmekklega hætti. Sagði ekki satt og rétt frá Edda gekkst við því fyrir helgi að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Baðst hún velvirðingar á því í yfirlýsingu ásamt stjórnendum Heimildarinnar. Kom yfirlýsingin í kjölfar opins bréfs Frosta Logasonar sem hann birti á Vísi þar sem hann kvaðst hafa sannanir fyrir því að Edda hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmiðlum. Nánar tiltekið sagði Edda meðal annars í viðtali á mbl.is að hún hafi unnið við „verðbréfamiðlun hjá virtum banka í Danmörku“. Svipuð var lýsing Eddu á starfi hennar í Kaupmannahöfn í viðtali hér á Vísi og á RÚV þar sem hún kvaðst hafa verið í „virtri stöðu hjá fjármálafyrirtæki“. Í yfirlýsingu Heimildarinnar var ekki nánar tilgreint hvað það var sem Edda sagði ekki satt og rétt frá. Enn er á huldu hvert hið rétta sé varðandi starfsferil hennar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, sagði í viðtali við Mbl.is um helgina að hún gerði ráð fyrir að Edda myndi útskýra þetta allt saman betur síðar. Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar hefur kallað fram æði misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda hefur ekkert tjáð sig um málið að því undanskildu að hún grínaðist sjálf með að senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fengi hana á heilann. Gunnar var gestur í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöld en Edda hefur undanfarin ár stundað líkamsrækt í Mjölni, bardagafélagi Gunnars. Þá er kærasti Eddu, Kristján Helgi Hafliðason yfirþjálfari Mjölnis í brasilísku jiu-jitsu.
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Landsbankinn Tengdar fréttir Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 „Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu" „Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi. 23. mars 2023 12:38 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41
„Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu" „Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi. 23. mars 2023 12:38