Innlent

Leita að öku­manni sem ók á ungan strák á hlaupa­hjóli

Bjarki Sigurðsson skrifar
Rafhlaupahjól, hlaupahjól, rafskúta
Rafhlaupahjól, hlaupahjól, rafskúta

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að ökumanni bifreiðar sem ók á ungan pilt á rafmagnshlaupahjóli á gangbraut á Neshaga í Reykjavík síðastliðinn föstudagsmorgun.

Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan níu en var ekki tilkynnt fyrr en í dag. Ökumaðurinn nam staðar á vettvangi, ræddi við piltinn en ók síðan á brott. Drengurinn fór á slysadeild og komu í ljós áverkar á honum. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að mikilvægt sé við atvik sem þetta að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Sömuleiðis er áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. 

Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×