Innlent

Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarmenn ásamt leitarhundum í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
Björgunarsveitarmenn ásamt leitarhundum í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum.

Þá er varðskipið Þór statt fyrir norðan og mun sigla austur fyrir land. Von er á skipinu á Vopnafjörð um kvöldmatarleytið að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Staðan verði svo metin í framhaldinu.

Teymið um borð í þyrlunni.Landhelgisgæslan

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni í fréttinni hér að neðan.

Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að enginn hafi slasast alvarlega í flóðunum. Vitað sé um einhver smávægileg meiðsl á einhverjum vegna glerbrota.


Tengdar fréttir

Það sem skal gera við rýmingu

Lögreglan á Austurlandi hefur birt tilmæli á Facebook-síðu sinni um hvað skal gera við rýmingu. Unnið er að því að rýma hús bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.